Goðasteinn - 01.09.2005, Page 141
Goðasteinn 2005
Látnir 1998-2003
Látnir í Rangárþingi
1998,1999,2002 og 2003
Ritnefnd Goðasteins hefur það markmið að birta árlega minningarorð um
þá Rangæinga sem falla frá á hverju ári. Ritstörf þessi annast sóknarprestar
sýslunnar. Því miður hefur það komið fyrir þegar utanhéraðsprestar sjá um
útfarirnar að misbrestur hefur orðið á að þessi regla haldist. Hér er við
engan að sakast, þetta eru einfaldlega mannleg mistök sem við biðjumst
afsökunar á. Til að bæta fyrir brot okkar birtum við hér æviágrip þeirra sem
okkur er kunnugt um að vantar í þennan hóp síðustu árin. - Ritnefnd
/ /
Aslaug Fannev Olafsdóttir og
Guðmundur Oskar Jónsson -
hjónaminning
Það er nokkuð liðið síðan
þau heiðurshjón Guðmundur
Óskar Jónsson og Aslaug
Fanney Ólafsdóttir létust með
stuttu millibili. Minningin um
þau lifir með þakklæti í huga
fyrir það sem gott var gefið og
notið. Þess er vert að minnast og hafa í huga þá gleði sem var ávallt í för þar sem
þau voru. Með þeim hjónum var einatt léttleiki og bjartsýni í för.
Guðmundur Óskar var frískur frásagnamaður og kætti umhverfið. A sama veg
var með Áslaugu Fanneyju sem átti glaða og góða lund. Hún var hressileg að
hitta, naut þess að segja frá og hrífa aðra með, stundum í hnyttnum stökum, ákaf-
lega skoðanadjörf, minnug á þann hátt að fátítt var. Það er gott að eiga minningar
um samferð með slíkum.
Guðmundur Óskar Jónsson var fæddur á Syðri-Ulfsstöðum í Austur-Land-
eyjum 10. september árið 1920. Foreldrar hans voru þau hjón Jón Jónsson og
Anna Sigurðardóttir sem þá bjuggu á Syðri-Ulfsstöðum. Óskar átti einn bróður,
Sigurð, sem einnig er látinn. Föður sinn missti hann aðeins sjö ára gamall. Hann
ólst upp með móður sinni, mest í Fljótshlíðinni. Með missi þeirra var þeim búin
krafan um ómælda vinnu. Það mótaði Óskar alla tíð. Hann var óvæginn kapps-
maður. Átthagarnir í Rangárþingi urðu honum kærir. Þar fékk hann að vinna og
-139-