Goðasteinn - 01.09.2005, Page 143
Goðasteinn 2005
Látnir 1998-2003
Þau hjón voru með frumbýlingum á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og áttu þar ljúfa
dvöl. Oskar bjó við erfiðan sjúkdóm síðustu árin. Því tók hann með karlmennsku
og naut góðs stuðnings Fanneyjar. En ekkert bugaði glettni og sönggleði. Þegar
hann lagði í hinstu för á sjúkrahús og ljóst var að dauðinn var kominn til staðar, -
þá söng Óskar. Hann lést 28. október árið 1998.
Fanney átti þá eftir skamma dvöl. Þau hjón höfðu fylgst lengi að. Hún lést 16.
ágúst 1999. Þau voru bæði kvödd frá Ásólfsskálakirkju og hvíla þar.
Þeirra er minnst með virðingu og þakklæti, traustra vina og gleðigjafa sem
með orðum og söng auðguðu oft lífið. Með þakklátri minningu er hægt að horfa
fram á við í von. Blessuð sé minning þeirra.
Séra Valgeir Astráðsson
Markús Runólfsson í Langagerði
Markús fæddist í Bakkakoti í Meðallandi 25. júní
1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. mars
2002. Foreldrar hans voru hjónin Runólfur Bjarnason
bóndi í Bakkakoti og Þorgerður Runólfsdóttir frá Efri-
Ey í Meðallandi. Systkini Markúsar látin eru Guðrún f.
1918, d. 1944, Guðbjörg f. 1919, d. 1997, Sigrún f.
1922, d. 1998, Þorbjörn f. 1926, d. 2001. Lifandi eru
Bjarni f. 1920, Runólfur f. 1933 og Guðni f. 1938.
Markús kvæntist 1957 Jóhönnu Jóhannesdóttur frá
Sandaseli í Meðallandi. Dóttir þeirra er Guðrún f. 1961, gift James Dempsey f.
1953, sonur þeirra Markús James Dempsey f. 1995. Fóstursynir Markúsar og
Jóhönnu eru Ágúst og Einar Árnasynir f. 1947 og Ármann Þór Guðmundson f.
1975. Útför Markúsar var frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu en jarðsett á
Breiðabólstað í Fljóshlíð.
Markús ólst upp í hópi systkina sinna við hefðbundin sveitstörf og nám í
farskóla eins og önnur ungmenni í Meðallandi á þeim tíma. Fljótt munu hafa
komið í ljós óvenjulegir námshæfileikar Markúsar og löngun til framhaldsnáms.
Markús stundaði nám í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi 1950. Hann
lauk stúdentsprófi utan skóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 en með því
námi stundaði hann kennslu í Reykjavík. Markús var framúrskarandi nemandi og
sérstaklega mikill stærðfræðingur.
Árið 1957 hófu þau Markús og Jóhanna búskap í Langagerði í Hvolhreppi og
við þann bæ var hann kenndur æ síðan. Samhliða búskap stundaði Markús
kennslu við Hvolsskóla og var skólastjóri Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli 1972 til
1977. Markús var fluggáfaður hugsjóna- og félagsmálamaður, uppgjöf var ekki til
í hans huga, það var sama við hvað hann fékkst, hvort heldur það var kennsla,