Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 144
Látnir 1998-2003 Goðasteinn 2005
uppbygging og rekstur stofnana eða ræktunarstarf bóndans og skógræktar-
mannsins.
Hann var félagsmálamaður af lífi og sál og mörg sjálfboðaliðsstörf vann hann
á þeim vettvangi. Hann sat í hreppsnefnd Hvolhrepps í 28 ár á miklum uppbygg-
ingar- og framfaratímum í hreppnum. Hann á að öllum öðrum ólöstuðum mestan
þátt í uppbyggingu Héraðsbókasafns Rangæinga, Dvalarheimilisins Kirkjuhvols á
Hvolsvelli og byggingu brúar á nýju vegarstæði inn á Emstrur sem er afréttur
Hvolhreppinga. Nokkur síðari árin var hann formaður Veiðifélags Eystri-Rangár
og Þverár. Þar eins og annars staðar beitti hann óvenjulegri útsjónarsemi til þess
að láta vatnið sjálft grafa sig niður til að bæta lífsskilyrði fiska á vatnasvæðinu,
enda lét árangur ekki á sér standa, veiðin margfaldaðist. Er þá ótalið það félags-
starf sem lengst mun halda nafni hans á lofti, þ.e formennska í Skógræktarfélagi
Rangæinga. Hann var skóræktarmaður af lífi og sál sem gerði stóra hluti til að
láta foldarsárin gróa. Síðust árin vann hann að þessu hugðarefni sínu allan ársins
hring, veturinn fór í undirbúning og þróun vélbúnaðar til að auka afköst í gróður-
setningu með hinum svokallaða Markúsaplóg sem var hans hugarfóstur sem hefur
aukið afköst við gróðursetningu svo jaðrar við byltingu. Að sumrinu voru settar í
jörð í héraðinu á vegum skógræktarfélagsins milljónir trjáplantna sem nú eru sem
óðast að vaxa úr jörð og munu breyta ásýnd héraðsins á næstu árum og áratugum.
Markús hafði einkenni Skaftfellingsins, var hægur og prúður og svo þraut-
seigur að nálgaðist þrjósku. Hann miklaðist ekki af verkum sínum en hlaut samt
verðskuldaða viðukenningu samferðamanna. Markús hlaut æðstu viðurkenningu
Skógræktarfélags Islands og Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu.
Blessuð sé minning hans.
Magnús Finnbogason
vann þessi minningarorð í mars 2005, úr minningargreinum í Morgunblaðinu
sunnudaginn 17. mars 2002
James Joseph Dempsey í Langagerði
James Joseph Dempsey fæddist í Westchester County
í New York-ríki í Bandaríkjunum 16. október 1953.
Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. maí 2003.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Yorktown Heights í
Westchester County. Foreldrar hans eru James Joseph
Dempsey frá New York, f. 15.10. 1922, d. 12.11. 1984,
og Julia M. Dempsey frá New York, f. 22.5. 1921, nú
búsett í Florida. Systkini hans eru: Diane M. Dempsey, f.
20.11. 1954, búsett í Houston í Texas, Gerald Dempsey,
-142-