Goðasteinn - 01.09.2005, Page 146
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
Látnir í Rangárþingi 2004
Hér á eftir verður minnst allra þeirra sem létust í Rangárþingi á árinu
2004, auk annarra Rangæinga sem jarðsettir voru af sóknarprestum
héraðsins. Einnig er minnst nokkurra Rangæinga sem aðrir prestar jarð-
settu.
/
Bjarni Arsælsson Bakkakoti
Fullu nafni hét hann Bjarni Sigurður Ágúst Ársæls-
son, fæddur þann 29. október 1928, sonur hjónanna
Ragnheiðar Guðnadóttur og Ársæls Jónssonar í Eystri-
Tungu í Vestur-Landeyjum. Bjarni var næstyngstur átta
bama þeirra hjóna. Heimilið var rómað fyrir gestristni
og var dugnaður og víðsýni í hávegum. Ársæll var
organisti og bóndi, en Ragnheiður húsfreyja lifði mann
sinn. Voru þau hjón bæði hin ágætustu prúðmenni.
Árið 1946 markar tímamót í sögu fjölskyldunnar.
Það ár er flutt að Bakkakoti, sem tilheyrir Rangár-
völlum, þó nær sé Landeyjum landfræðilega. Þar hefst saga uppbyggingar og
framfara sem óslitin er síðan. Þar snem bræðurnir Bjarni og Jón bökum saman og
voru alla tíð samrýmdir í þeirri eljusömu vinnu sem þeir inntu af hendi. Er frá því
að segja að nú er Bakkakot fyrir löngu orðið fyrirmyndarbýli og fer orðspor af
framkvæmdasemi og stórhug þeirra sem þar búa.
Margir og langir urðu vinnudagar Bjarna gegnum tíðina. Sífellt var tekist á við
ný verkefni í þágu framfara. Sum verkefnanna tengdust vinnu utan heimilis.
Bjarni stundaði akstur og voru þeir bræður báðir oft á ferðinni, einkum við þunga-
flutninga og akstur sláturfjár. Þá voru verkefnin tengd búinu mörg og jafnan unnin
af eljusemi og bjartsýni, var Bjarni úrræðagóður og þrautseigur við störf sín.
Gæfuspor voru stigin er Bjarni festi ráð sitt, efirlifandi eiginkona er Sigríður
Ólafsdóttir. Eignuðust þau eina dóttur, Höllu, sem að sjálfsögðu var og er mikill
augasteinn foreldranna. Bjarni var maður bamgóður og var umhyggja hans gagn-
vart börnunum í fjölskyldunni rómuð. Börn Jóns bróður og Þóru, einnig dóttur-
bömin, nutu umhyggju og samverustunda sem voru ómetaleg. Dóttirin Halla var
þó ætíð í heiðurssætinu og var Bjarni ólýsanlega stoltur af dóttur sinni.
Bjarni var góður bóndi, natinn og samviskusamur og hafði yndi af að sjá
-144-