Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 148
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
byggðarlag í sveit nú, um 50 manns, þar af um 30 börn og unglingar, þar sem
unnið var saman og börnin lærðu öll verk af þeim eldri. Einar var sem yngsti
sonur í uppáhaldi foreldra og systkina, verndaður umhyggju og ástúð, einkum
systranna eftir að móðir þeirra dó þegar Einar var nýfermdur. Hann bað barn-
ungur um að eignast kind og var svarað hlæjandi að ef það fæddist mislit gimbur
næsta vor, mætti hann eiga hana en það var talið útilokað því allar kindurnar á
bænum voru hvítar. Um vorið var drengurinn eins og bænheyrður. Það fæddist ein
mislit gimbur og varð upphaf að fjárstofni hans sem fullvissaði hann um að hann
yrði bóndi í miðbænum að Ysta-Skála.
Unglingsárin liðu hjá með barnaskólanámi á staðnum og ungmennafélags-
andanum sem hreif allt ungt fólk með undir kjörorðinu: Islandi allt, ásamt með
íþróttum og keppnum. Fjallamótin milli Austur- og Vestur-Eyfellinga skerptu
keppnisandann sem Einar varð með í svo fljótt sem hann gat. Hann tók þátt í
íþróttunum og flaug hæst í stangastökkinu og í glímu varð hann glímukóngur og
skjaldhafi Eyfellinga í 8 ár og keppti þrisvar í bændaglímu fyrir Rangæinga á
Þjórsártúni.
Atján ára fór hann fyrst til vertíðar í Vestmannaeyjum og lagði árlega allt
vertíðarkaup sitt til heimilisins og með föður sínum var lagt á ráðin um stækkandi
bú og nýtt íbúðarhús sem ráðist var í að byggja 1953 en varð stærra en í fyrstu var
áformað, því fyrsta teikningin sem barst var ekki fyrir hugstóran framkvæmda-
mann að samþykkja og líklega hafa orð hans fallið á þann veg til starfsmanna á
teiknistofu landbúnaðarins að honum var send stærsta teikningin sem teiknistofan
átti, ætluð fyrir tvíbýli sem síðan var byggt eftir. Og þegar Sveinn múrari í Stóru-
Mörk kom einn morguninn til starfa, hafði Einar þegar hafist handa með
múrskeiðina og múrað einn vegginn með þeim ágætum og í framhaldi þeim krafti
að Sveinn hvatti hann til að læra iðnina og fara í þetta starf. Einar sem þá var
orðinn sjálfmenntaður bóndi, lærður af föður sínum og öðrum á bænum, síðan
fullnuma til allra starfa á vertíð, fann að hann hafði lært til hlítar iðnina og með
Jóni bróður sínum og Guðmundi mági sínum var tekist á við húsbyggingar í
Reykjavík næstu þrjá vetur þar sem Einar var múrarameistarinn með meistarabréf
frá ráðherra sem staðfestingu á þessu heimanámi hans.
Eitt var víst að fáir ef nokkrir fóru í sporin hans Einars í hraða og tækni þess
tíma í múraraiðninni. Þriðja veturinn, 1957 til 1958, kynntist hann Vigdísi
Pálsdóttur í Reykjavík og kom hún með honum í nýja stóra íbúðarhúsið sem eins
og beið eftir henni. Þar beið einnig faðir Einars, Sveinbjörn, sem kom fagnandi út
á móti henni þegar hún kom, eins og hann hefði vitað það fyrir með innri trúarsýn
eða draumsýn hver hún myndi verða í lífi hans, verndari heimilisins með um-
hyggju og kærleika. Einar og Vigdís giftust 3. maí þetta vor, 1958, og eftir það fór
Einar ekki langt að heiman því allt það dýrmætasta í lífi hans upp frá þessari
stundu var að Ysta-Skála með Vigdísi. Þau tvö, svo glöð og ástfangin og starfsöm
-146-