Goðasteinn - 01.09.2005, Side 155
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
Og mörg voru þau bömin tekin í sumarfóstur sem hlúð var að og hjálpað til
þroska og eina uppeldisdóttur eignuðust þau úr þessum hópi, Maríu Sigurlaugu
Þórisdóttur sem var hjá þeim allt frá 7 til 15 ára aldurs þar sem sterk tengsl vin-
áttu og samhygðar mynduðust.
Þannig var Guðjón heill og trúr í viðfangsefnum daganna gagnvart fjölskyldu
sinni, systkinum, nágrönnum og vinum, sá sem var glaður á að hitta, hjálpfús og
raungóður. Hann gat einnig verið svolítið dulur og var ekki margmáll um aðra. Og
því trúnaðarstarfi sem hann sinnti fyrir sveitarfélagið vikulega í mörg ár, að keyra
frá bæjum úrgangi, gerði hann óaðfinnanlega.
Árin Iiðu fljótt hjá, börnin sóttu nám og vinnu að heiman og seinni árin sóttu
Guðjón og Ásta einnig vinnu út í frá. Guðjón hafði alltaf verið heilsuhraustur. Án
mikils fyrirvara hafði hann fengið hjartaáfall 1996 og fengið hjartaþræðingu og
síðan aftur nú í vor þar sem hann fékk á ný hjartaþræðingu. Það var svo án frekari
fyrirvara að morgni sunnudags 31. október að heimili hans að Núpi sem hann
fékk sitt kall með hjartaáfalli sem ekki varð læknað. Útför hans fór fram frá
Ásólfsskálakirkju 6. nóvember 2004.
Sr. Halldór Gunnarsson.
Halldóra Magnúsdóttir í Hávarðarkoti
Halldóra Magnúsdóttir fæddist í Hvammi í Vest-
mannaeyjum 18. nóvember 1917. Foreldrar hennar
voru Gíslína Jónsdóttir frá Bakkakoti undir
Eyjafjöllum og Magnús Þórðarson frá Ormskoti í
Fljótshlíð. Halldóra var elst af ellefu börnum þeirra, en
Magnús átti sex börn af fyrra hjónabandi. Alsystkini
Halldóru eru Sigríður fædd 1921, ívar fæddur 1923,
Gísli Guðjón fæddur 1924 og dáinn 2000, Óskar fædd-
ur 1927 og dáinn 1950, Guðrún Lilja fædd 1928,
Magnús fæddur 1930, Klara fædd 1931 og dáin 1987, Þórður fæddur 1933 og
Guðmundur fæddur 1934. Eitt þeirra systkina dó kornabarn.
Hálfsystkini þeirra eru Þórarinn Sigurður Thorlacius fæddur 1906 og dáinn
1940, Magnús Sigurður Hlíðdal fæddur 1910 og dáinn 1995, Anna Sigrid fædd
1913 og dáin 1991, Hafsteinn fæddur 1913 og dáinn 2002, Axel fæddur 1914 og
dáinn 2000 og Ólafur Þorbjörn Maríus fæddur 1916 og dáinn 1943.
Fjölskylda Halldóru bjó fyrst í Hvammi en fluttist svo að Miðhúsum og svo að
Kornhóli á Skansinum og bjó þar lengst. Systkinin áttu góða æsku, þau voru
fátæk en aldrei svöng. Halldóra fór tíu ára gömul í skóla eins og tíðkaðist og vann
svo ýmis störf í Vestmannaeyjum og í vist í Reykjavík. í Eyjum vann hún meðal
-153-