Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 157
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
/
Hermann Guðjónsson frá Asi
Hermann Guðjónsson fæddist í Ási í Ásahreppi 13.
desember 1911. Foreldrar hans voru Ingiríður
Eiríksdóttir frá Minni - Völlum í Landsveit og Guðjón
Jónsson frá Bjóluhjáleigu í Holtamannahreppi. Her-
mann var elsta barn þeirra, yngri voru Eiríkur, Guðrún
Hlíf, Ingveldur og Haukur. Eiríkur dó 1988, Haukur
2001 og Guðrún 2002.
Systkinin ólust upp í Ási við glaðværð daglegra
starfa. Þar voru þrjú heimili, í næðri bænum og efri.
Neðri bærinn skiptist í tvo jafna hluta, sem hétu austurí
og vesturí. Austurí bjuggu Guðjón og Ingiríður, en vesturí Eiríkur bróðir Guðjóns
og kona hans Friðsemd ísaksdóttir og börn þeirra Eiríkur, Inga, Fríða og Sigurður.
í efri bænum sem stóð þar sem efra húsið stendur nú bjuggu hjónin Margrét
Björnsdóttir og Jón Jónsson með sex bömum sínum. Um þrjátíu manns bjuggu í
húsunum þremur, á öllum heimilunum var vinnufólk og allt fólkið sem ein fjöl-
skylda og börnin öll sem systkini. Mikill samgangur var við nágrannabæina í
Áshverfinu, Hellatún, Áskot, Framnes og Ásmúla.
Þinghús hreppsins var í Ási, það var líka fyrir Þykkbæinga sem tilheyrðu þá
Ásahreppi. Barnaskólinn var farskóli og alltaf um tíma í þinghúsinu. Við vegginn
á neðri bænum var kirkjugarðurinn því frá landnámstíð var kirkja í Ási og stóð til
1908. í þinghúsinu voru hreppsþing og manntalsþing, framtalsþing og framtals-
fundir, böll og fleiri skemmtanir. Guðjón var oddviti og margt fólk kom að hitta
hann og Áshverfi var miðstöð í sveitinni.
Hermann vann við bústörfin og sat yfir ánum í ærhúsinu í Skollhólum og
myrkrið gat orðið ógnandi fyrir daga rafmagnsljósanna. Hann lifði miklar og
góðar breytingar og varð vitni að því hvernig var unnið að þeim. Hann fór í
Héraðsskólann á Laugarvatni sem var mikil lyftistöng fyrir ungt fólk á
Suðurlandi. Hugur hans stefndi ekki að búskap en hann lagði gjörva hönd á margt
á lífsleiðinni. Átján ára varð hann forstöðumaður í versluninni í Þjórsártúni hjá
Guðríði móðursystur sinni og manni hennar Olafi ísleifssyni. Seinna vann hann
hjá Ingimundi frá Hala og var farandkennari í Rangárvallasýslu. Hann tók þátt í
blómlegu félagslífi sveitarinnar og var í stjórn og formennsku Ungmennafélags
Ásahrepps. Þegar Guðjón varð áttræður vildu sveitungar hans gefa honum veg-
lega afmælisgjöf og Hermann lagði til að það yrði kvikmynd af fólkinu í Ása-
hreppi. Hugmyndin kom frá mági hans Axel Helgasyni sem hafði gert kvikmynd
um fólkið í Vík í Mýrdal. Hermann skipulagði myndatökuna í Ásahreppi og
Svavar Jóhannsson í Búnaðarbankanum tók myndina. Hún er varðveitt í byggða-
safninu í Skógum.
155-