Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 162
Látnir 2004 Goðasteinn 2005
eiginkonan, einnig nánir ættingjar og bemskuvinir. Hér er helgur reitur minninga
og þakklætis.
Ingvar andaðist þann 15. september 2004 og var jarðsettur í Skarðskirkjugarði
þann 25. sama mánaðar.
Sr. Skírnir Garðarsson
/
Jón Arngrímsson frá Argilsstöðum
Jón Amgrímsson fæddist að Árgilsstöðum í Hvol-
hreppi 5. júní árið 1931. Hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu 18. júní s.l. og jarðsettur frá Breiðaból-
staðarkirkju 3. júlí 2004.
Jón var sonur Arngríms Jónssonar frá Keldum á
Rangárvöllum, bónda á Árgilsstöðum sem fæddist
1901, d. 1987 og konu hans Stefaníu Marteinsdóttur
húsfreyju frá Norðfirði sem var fædd árið 1900, d.
1978. Arngrímur og Stefanía eignuðust fjögur börn
sem eru þessi í aldursröð: Guðrún húsmóðir f. 1931,
d. 1992, hún var gift Benjamín Franklín Jóhannessyni vörubílstjóra sem búsettur
er á Seltjamarnesi og eignuðust þau 5 böm. Næstur var Jón sem kvaddur er hér í
kirkjunni í dag, þá Ágústa húsmóðir f. 1932, d. 1981, hún var gift Sæmundi
Oskarssyni verkfræðingi sem búsettur er í Reykjavík og eru böm þeirra 5 talsins
og yngst er Marta starfsmaður Húsasmiðjunnar f. 1937, gift Svavari Friðleifssyni
útfararstjóra, meðhjálpara og golfvallarstarfsmanni og eiga þau einn son. Þau eru
búsett á Hvolsvelli.
Jón átti því láni að fagna að fæðast og alast upp á góðu sveitaheimili í skjóli
ástríkra og velmegandi foreldra, þeirra Arngríms og Stefaníu á Árgilsstöðum,
trausts og vandaðs bændafólks sem hafði í heiðri fornar dyggðir og reyndi að sjá
til þess að bömin skorti ekkert, hvorki mat, klæði né kærleiksríka umönnun. Þessa
umönnun hygg ég að Jón hafi endurgoldið ríkulega meðal annars með því að búa
með og hlúa að foreldrum sínum á Árgilsstöðum meðan bæði lifðu og höfðu
heilsu til.
Jón var einn þeirra ungu bændasona sem hleyptu heimdraganum og fóru á
vertíðir, þó ekki til Eyja, heldur til Hafnarfjarðar og Þorlákshafnar. Þótt reikna
megi með að kynnin af vertíðarstöðunum hafi verið ævintýri líkust fyrir ungan og
óreyndan sveitapilt, kynnin af þessari miklu andstæðu sveitarinnar, önnum þeirra
og iðandi mannlífi held ég að það hafi aldrei hvarflað að Jóni að ílendast við
sjávarsíðuna og gera sjósókn eða fiskvinnslu að ævistarfi, þó vel væri hann
liðtækur til þeirra starfa sem annarra. Til þess átti sveitin hans fagra, foreldrar og
búsmalinn of mikil ítök í því náttúrubarni sem Jón var.
-160-