Goðasteinn - 01.09.2005, Qupperneq 164
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
/
Arni Jón Þorvarðarson
Vindási á Rangárvöllum
Hann var fæddur þann 3. desember 1910 í Varma-
dal, sonur hjónanna Þorvarðar Sveinbjarnarsonar frá
Stekkum í Flóa og Sólveigar Jónsdóttur frá Hrauk í
Vestur-Landeyjum. Jón var þriðja barn þeirra hjón-
anna sem sín fyrstu búskaparár voru til heimilis í
Varmadal. Þau höfðu svipast um eftir jörð til ábúðar,
og árið 1913 fluttu þau svo að Vindási sem þá hafði
losnað úr ábúð. Systkinin auk Jóns voru Sigurður
sem dó ungur, Vigdís sem dó úr berklum árið 1933, Þórhildur Lilja og
Guðmundur sem bæði eru látin. Yngstur er Filippus, ökukennari í Reykjavík.
Jón átti heima á Vindási alla tíð síðan. Hann ólst upp þar og tók við búinu árið
1936. Þar sá hann fjölskyldu sinni farborða. Nafn hans og minningar um hann eru
tengdar þessum stað órofaböndum, þaðan sem fegurst er fjallasýn allra bæja eins
og komist er að orði í jarðalýsingu frá árinu 1930.
Þarna skaut Jón þeim rótum sem hann bjó að til æviloka. Jörðina plægði hann
og ræktaði, gekk að öllum þeim störfum sem kölluðu og var stoltur af að geta
unað við sitt. Hann var alhliða bóndi, stundaði kúabúskap og sauðfjárrækt, en þó
voru hestarnir jafnan efst í huga hans. Dagamir voru vissulega oft erilssamir en
Jón var þó ánægður með sitt hlutskipti.
Að föður sínum látnum tók Jón við búinu. Var Sólveig móðir hans lengi á
heimilinu eftir lát manns síns, mikil dugnaðarkona, trúuð og ósérhlífin. Hún
andaðist á útmánuðum árið 1964 og hafði henni þá auðnast að hjálpa tengdadótt-
urinni Karin í allnokkur ár, einnig að sjá þrjú bamabarnanna vaxa úr grasi.
Jón og Karin gengu í hjónaband þann 19. nóvember 1951, hún er dóttir Grétu
listmálara og Jóns málara Björnssonar sem bæði eru nú látin. Alla tíð ríkti með
þeim hjónum mikil samheldni og kærleikur. Stóð Karin við hlið manns síns í
margra ára veikindum hans síðustu árin með umhyggju og nærgætni.
Börn og barnaböm Jóns og Karinar eru:
Margrét Jónsdóttir, börn hennar og Guðfinns Guðmannssonar eru Jón og
Guðmann. Jón Jónsson, börn hans og Agnesar Guðbergsdóttur eru Gunnar
Svanberg, Birkir Hafberg og Sólrún Ósk. Sólveig Jónsdóttir, gift Kristjáni
Magnúsi Jósepssyni, börn þeirra eru Jósep Steinn og Karin. Þorvarður Jónsson. í
sambúð með Kristjönu Sigurbjörnsdóttur. Dætur þeirra eru Vigdís, Sólveig,
Sigríður og Guðmunda Þórunn.
Jón var jákvæður og bóngóður að eðlisfari og vildi öllum vel. Hann var dug-
mikill bóndi og hafði yndi af hestum. Ungur fór hann í verið til Vestmannaeyja,
eins og sagt var, og dró björg í bú. Hann lærði ungur að aka bíl og að afloknu bíl-
-162-