Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 165
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
prófi eignaðist hann jeppa, einn af þeim fyrstu á Rangárvöllum. Margar urðu ferð-
irnar upp að Heklu, bæði í sambandi við fjárbúskapinn en einnig með ferðafólk.
Ekki lét Jón misjafna vegi aftra för sinni að ráði en ók vítt um velli við ýmsar
kringumstæður. Og þar sem vegleysan tók við voru hestarnir nærtækir sem
fararskjótar.
Hestaferðirnar urðu einnig margar og ánægjurrkar, við tamningar, á hesta-
mannamót og samkomur. Jón hafði gott lag á hestum og bjó yfir umfangsmikilli
þekkingu og fróðleik varðandi hrossarækt sem hann aflaði sér gegnum langt líf.
Hann var einn af stofnendum hestamannafélagsins Geysis, og fann hann þar
sameiginlegt áhugamál mörgum Rangæingum. Sálubót og uppörvun, ásamt hvíld
frá amstri hversdags, að bregða sér á hestbak. Þá skein sólin og tilveran var góð
hvað sem öðru leið.
Á seinustu áföngum lífsleiðarinnar þurfti Jón nú samt að glíma við skerta
heilsu. Annað slagið var hann á sjúkrahúsi en naut á köflum ágætrar umönnunar
heima í Vindási. Síðasta hálfa árið áður en kallið kom dvaldi hann á hjúkrunar-
heimilinu Lundi og þar andaðist hann aðfaranótt hins 7. janúar á 94. aldursári.
Jarðarförin fór fram í Odda þann 16. janúar 2004.
Sr. Skírnir Garðarsson.
Jónas Guðmundsson frá Núpi, Hrafnistu,
Reykjavík
Jónas Guðmundsson var fæddur á Núpi í Fljóts-
hlíð hinn 4. júní 1928. Foreldrar hans voru hjónin
Katrín Jónasdóttir húsfreyja þar frá Hólmahjáleigu í
Landeyjum, og Guðmundur Guðmundsson, bóndi,
hinn fimmti í beinan karllegg í röð Núpsbænda.
Jónas var fimmti af tíu bömum þeirra hjóna, sem auk
hans eru, í aldursröð talin, Guðmunda Þuríður, Ragn-
heiður, Matthildur, Kristín, Sigurður, Sigursteinn,
Sigríður, Auður og Högni. Að auki ólu Guðmundur
og Katrín upp bróðurdóttur hennar, Unni Jónasdóttur, frá fjögurra ára aldri. Jónas
er hinn þriðji úr hópnum sem kveður, en tvö systkina hans, þau Matthildur og
Sigursteinn, eru látin.
Jónas ólst upp við glaðværð og gáska á barnmörgu heimili og átti þaðan bjartar
minningar um bemsku sína og æsku sem lögðu grunn að ævilangri tryggð hans
við átthaga sína. Systkinin lærðu nýtni og nægjusemi í uppvextinum þar sem hver
hafði þó nóg fyrir sig og síst skorti umhyggjusemi og kærleika foreldranna sem
börnin öll bjuggu að síðan. Hvert og eitt þeirra hlaut að taka til hendi þegar afl og
geta leyfðu og eitt af öðru hleyptu þau heimdraganum. Jónas vandist, auk annarra
-163-