Goðasteinn - 01.09.2005, Side 168
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
Ólafur sonur þeirra vann heimilinu alla tíð og tók síðan við búskapnum og
jörðinni 1992 og byggði nýtt íbúðarhús þar sem Júlía kom upp nýjum garði með
trjám og blómum sem varð sannarlega skrúðgarður fegurðar. Og stofan þeirra
varð eins og listmunasalur listaverka hennar og hannyrða með innrömmuðum
ísaumuðum myndum, máluðum og brenndum leirmunum.
Eftir að Guðjón missti heilsuna fór hann um stuttan tíma á Dvalarheimili
aldraðra á Kirkjuhvol og andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 7. janúar
1996.
Júlía tókst á við hlutskipti sitt af hógværð og var sátt við umhverfi sitt. Hún var
gætin í orðum, vandvirk og þrautseig og var alltaf trausts verð, trú vinum sínum
og ættingjum og hlý og glaðsinna heim að sækja. Hún hafði nær alltaf verið
heilsuhraust en fékk lungnabólgu 15. febrúar 2004 sem hún réði ekki við og fór á
Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi og eftir að hafa komið heim í nokkra daga,
óskaði hún eftir að fara á hjúkrunarheimilið að Lundi, þar sem heilsu hennar
hrakaði.
Hún lést að kveldi miðvikudags 31. mars 2004 á Landspítalann í Reykjavík.
Utför hennar fór fram frá Akureyjarkirkju 10. 4. 2004.
Sr. Halldór Gunnarsson
/
Magga Alda Arnadóttir Núpakoti,
Austur-Eyjafjöllum
Magga Alda fæddist 21. apríl 1936 foreldrum
sínum Arna Kristjánssyni frá Bræðraminni á Bfldudal
og Guðrúnu Snæbjörnsdóttur frá Tannanesi í
Tálknafirði og var næstelst 14 systkina og eins hálf-
bróður. Þau voru: Þorkell sem var hálfbróðir hennar,
Kristján, Hilmar og tvíburabróðir hans Reynir sem dó
vikugamall, Snæbjörn, Rannveig sem lést 2002, Jóna,
Auðbjörg, Hreiðar sem drukknaði 1970, Bjarnfríður,
Björg, Magnús, Guðrún og Sigrún.
Heimili þessarar stórfjölskyldu var Bræðraminni á Bíldudal þar sem faðirinn
var sjómaður og vann einnig þá verkamannavinnu sem til féll og var einnig bóndi
með eina til tvær kýr og 50 til 60 kindur sem fjölskyldan annaðist um, einkum
Magga sem annaðist kindurnar þannig að hún talaði við þær flestar með nafni.
Samhent tókst fjölskyldan á við lífsbaráttuna og það kom snemma í hlut þeirra
elstu að hjálpa til og reyndi Magga þá að kenna og aga, því það varð að hlýða á
svo stóru heimili.
Ung kynntist hún Bjama Andréssyni, sem hún trúlofaðist og áttu þau andvana
-166-