Goðasteinn - 01.09.2005, Page 170
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
Það fór ekki eftir. 1998 missti Þorvaldur heilsuna og fór á sjúkrahús í árslok
það ár og þaðan fór hann á hjúkrunarheimilið að Lundi þar sem hann hefur verið
rúmfastur sjúklingur síðan.
Jóhanna andaðist 5. júní 2002 eftir erfiða baráttu við krabbamein og þá var
eins og Magga gæfist upp gagnvart því sem hún þurfti að bera og langvarandi
veikindum sínum. Hún fluttist þá að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þar sem hún naut
hjúkrunar en fór nokkrum sinnum á sjúkrahús til lækninga. Hún andaðist 1. mars
s.l. á sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Utför hennar fór fram frá Eyvindarhóla-
Sr. Halldór Gunnarsson
Oddrún Inga Pálsdóttir frá Hjallanesi
Oddrún Pálsdóttir var sterk og staðföst persóna. í
hennar nálægð voru allir hlutir í föstum skorðum.
Hún vissi hvað hún vildi og þekkti þær gjafir lífsins,
sem Guð hafði lagt henni í skaut. Persóna hennar
skapaði traust og hvatningu öðrum til handa. Að
hvetja aðra og gefa þeim góð orð og stuðning var
henni eiginlegt. Þannig uppfyllti hún þá frumskyldu
sem Guð hefur lagt á okkur að reynast trú í stóru sem
smáu.
Hennar festa til lífsins var sú sem skapar öryggi
og tryggð. Hún hafði sterka nærveru, sem gleymist ekki þeim er nutu. Hún átti
líka einurð og vilja til þess að framkvæma hið góða og skorti aldrei kraftinn til að
skapa og gefa. Oddrún var viljug kona og stefnuföst, ljósberi þeirra vona og
jákvæðra lífsviðhorfa sem Guð gefur. Konan sem vildi gefa og veita. Konan sem
vildi með festu og hógværð vera öðrum ljós og hlíf. Þannig fann hún birtu lífsins
nálæga. Hún þekkti ljós lífsins og vildi reyna að vera ljósgeisli þeirra vona og
birtu sem búa í gjöfum Guðs.
Oddrún Inga Pálsdóttir fæddist í Lunansholti í Landsveit í Rangárvallasýslu
þann 22. ágúst árið 1922. Foreldrar hennar voru Halldóra Oddsdóttir húsfreyja og
Páll Þórarinn Jónsson, bóndi í Hjallanesi. Oddrún var elst af 6 systkinum en syst-
kini hennar voru; Elsa Dóróthea, húsfreyja í Hjallanesi; Ingólfur, húsgagna-
smiður, sem er látinn; Jón Hermann, veghefilstjóri og bóndi í Lunansholti, Auð-
björg Fjóla, húsfreyja í Reykjavík; og Oddur Ármann, flugvirki í Kópavogi.
Oddrún ólst upp hjá foreldmm sínum í Hjallanesi í Landsveit. Að Hjallanesi
var í fyrstu gamall torfbær og má því segja að Oddrún hafi fæðst inn í það um-
hverfi sem íslenskt bændasamfélag hafði búið við í margar aldir með litlum
-168-