Goðasteinn - 01.09.2005, Qupperneq 171
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
breytingum. Gamli bærinn brann 1928 ásamt töluverðu af innbúi foreldra hennar,
sem síðan reistu af myndarskap nýtt hús á jörðinni.
Oddrún lærði ung að taka til hendinni við öll störf er til féllu heimavið. Sem
elsta barni voru henni oft falin verkefni sem hún leysti af kostgæfni.
Á þessum árum var farskóli í sveitinni ásamt einkaskóla og hugur Oddrúnar
stóð fljótt til þess að mega læra meira, en aðstæður lífsins voru ekki með sama
hætti og ungt fólk býr við í dag og því varð þessi von hennar ekki að veruleika.
Fram til 16 ára aldurs vann hún við bústörfin heima en var eftir það í vist á
Árbæ, Fellsmúla og Stórólfshvoli. Oddrún fékk skólavist í nýstofnuðum Hús-
mæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni og útskrifaðist þar með fyrsta árgangi
skólans árið 1943. Skólinn gaf henni gott fararnesti með alhliða kennslu í bók-
legum og verklegum greinum auk íþrótta.
Eftir námið á Laugavatni ákvað Oddrún að fara til Vestmannaeyja sem þá var
einn af fleiri möguleikum um starf. En þannig er oft í lífinu að vefur lífsins virðist
þegar ofinn og þannig var það í Eyjum þegar jafnaldri hennar, Eyjapeyi í húð og
hár, heillaðist af henni og tókst að vinna hug hennar og hjarta.
Oddrún gekk í hjónaband þann 20. apríl 1946 með Sigurði Þóri Ágústssyni,
flugvirkjameistara. Foreldrar hans voru Sigrún Jónsdóttir og Ágúst Úlfarsson tré-
smiður í Vestmannaeyjum en Sigurður lést á besta aldri 2. maí 1975. Þau bjuggu
alla tíð í Reykavík og þar af lengst á Sogaveginum þar sem Oddrún hafði búið í
hálfa öld.
Oddrún og Sigurður eignuðust fimm böm. Þau eru:
1) Ágúst Úlfar, tölvunarfræðingur, kvæntur Erlu Þórðar, meinatækni. Þau búa í
Reykjavík og eru dætur þeirra Helga og Inga.
2) Halldóra Sunna, dr. í líffræði, gift Ólafi Pétri Jakobssyni, dr. í lýtalækning-
um. Þau búa í Svíþjóð og eiga dæturnar Sigrúnu Sóleyju, Ingu Lísu og Ingibjörgu
Ylfu.
3) Sigrún Lóa, arkitekt, gift Jóni Gunnari Jörgensen, prófessor í norrænum
fræðum. Þau búa í Osló og eiga dæturnar Unu Kristínu, Eddu Jóhönnu, og Odd-
rúnu Lilju.
4) Páll Ragnar, vélaverkfræðingur, kvæntur Marjolein Roodbergen, sjúkra-
þjálfara. Þau búa í Garðabæ og eiga bömin Stefaníu, Ólaf og Ömu.
5) Sigurður Hreinn, kvikmyndagerðarmaður, kvæntur Elviru Méndez Pinedo,
dr. í evrópskum lögum.
Eftir að hafa komið upp börnum sínum hóf Oddrún störf í Breiðagerðisskóla
þar sem hún var umsjónarmaður Athvarfsins, dagdeildar skólans í Reykjavík.
Einnig var hún matráðskona, m.a. hjá SIS og Hitaveitu Reykjavíkur. Og hvar sem
hún starfaði gaf hún mikið af sér og eignaðist góða vini, ekki síst meðal nemend-
anna sem urðu hennar í skólastarfinu og þeirra námsmanna sem leigðu hjá henni á
Sogaveginum.
-169-