Goðasteinn - 01.09.2005, Side 175

Goðasteinn - 01.09.2005, Side 175
Goðasteinn 2005 Látnir 2004 Bókamaður var Ólafur mikill og sannkallaður lestrarhestur. Hann vissi að sá sem les bók finnur glöggt að hann er ekki einn. I bókinni eignast lesandinn trúnaðarvin. Bókin opnar nýjar veraldir hlýju og samheyrileikakenndar. Sá sem kann að lesa bækur verður aldrei einmana, skortir aldrei viðfangsefni, sér í rauninni ekki út yfir það sem hann hefur að gera. Og góða bók lestu ekki einu sinni, heldur oft og í hvert skipti sem þú kemur að henni aftur er það eins og að heilsa gömlum vini og þú finnur óðara eitthvað nýtt og hrífandi, nokkuð sem þú tókst ekki eftir áður. Og ein bókin minnir á aðra og hvetur til áframhaldandi lestrar. Þannig verður til net óendanlegrar reynslu, vitsmuna og félagsskapar. Hann var vel heima í Njáls sögu, lifði sig inn í frásögnina og bar ekki brigður á hana og hafði ákveðnar skoðanir á persónum þessa snilldarverks og öllum þeim mörgu, flóknu og litríku þráðum sem óviðjafnanlegur vefnaður sögunnar er ofinn úr. Hann kunni líka Njálu-ljóð Guðmundar skólaskálds, kvæðaflokkinn fagra „Gunnar á Hlíðarenda“, og lögin góðu sem Jón Laxdal tónskáld á Isafirði samdi við þau, - og stundum við góðvinafagnað átti hann það til að hefja upp raust sína og syngja síðustu hendingarnar úr samræðum þeirra vinanna Gunnars og Njáls: „Okvíðnir skulum vér örlaga bíða, / öruggir horfa til komandi tíða, / ganga til hvíldar með glófagran skjöld, / glaðir og reifir, hið síðasta kvöld. “ Hinn fornhelgi staður í Odda var Ólafi ákaflega hugleikinn og sýndi hann prestsetrinu mikla rækt og ábúendum öllum vináttu. Hann var einkar vel að sér um landnám Oddans og sögu; Sigfús prestur Loðmundarson á elleftu öld, sonur hans, Sæmundur hinn fróði, lærdómsmaður og sagnfræðingur, Eyjólfur Sæm- undarson, fóstri og kennari Þorláks biskups helga, og Loftur bróðir Eyjólfs, faðir Jóns Loftssonar sem „mestur höfðingi hefur verið og vinsœlastur á Islandi“,- að ógleymdum Sighvati Hálfdanarsyni sem atti kappi við Árna biskup Þorláksson í „staðamálum hinum síðari" á þrettándu öld; og svo fólkið marga fram á þennan dag; allt voru þetta góðkunningjar og heimilisvinir Ólafs í Hjarðarbrekku. Hann hafði haft Oddastað fyrir augunum nær alla sína ævi þar sem hann rís lágt yfir flata Rangárvellina og kirkjuturninn ber við suðvesturhimininn. Hann unni þess- um stað og leit á endurreisn hans sem þjóðþrifamál. Ólafur var mikill gleðimaður og félagslyndur, pólitískur, gamansamur og glett- inn, smástríðinn. Hann var tilfinningamaður og í hugarfylgsnunum innst tókust á gleði og sorg. Ófáar voru hamingjustundirnar þegar hann fór í hestaferðir um fjöll og firn- indi. Hann hlakkaði til þessara ferða, vissi að Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. - Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann rfki og álfur. -173-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.