Goðasteinn - 01.09.2005, Page 176
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
Oft logaði þá allt af dýrð svo vítt sem varð séð. Hann var iflca fullkomlega ótta-
laus og ákaflega ratvís og minnugur á kennileiti. Hann var hestamaður mikill og
flinkur og átti oft góða hesta, - líka eftir að þau hjónin fluttu að Selfossi, - og
hafði mikið gott lag á þeim, ól þá upp af kostgæfni og tamdi sjálfur. Voru öll hans
hross þæg og þjál, þótt hann vildi líka hafa þau viljug og hreingeng, helst góða
töltara. Hann fékk margoft að reyna sannindin í orðum mælskasta sýslumanns
landsins, skáldsins á Hofi á Rangárvöllum sem kvað:
Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn,
sem dansar áfáksspori yfir grund.
I mannsbarminn streymir sem aðfalls unn
afafli hestsins og göfugu lund.
Og:
Þaðfinnst ei mein, sem ei breytist og bætist,
ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist,
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist.
Marga góða og skemmtilega gesti bar að garði í Hjarðarbrekku og oft vel-
ríðandi, meðal annarra Fljótshlíðinga á leið á hestamót. Var þá ekki í kot vísað en
komumönnum fagnað og allir hlutu hjartanlegar viðtökur og höfðinglegan beina.
Olafur átti því marga góðkunningja, bæði böm og fullorðna, því að hann vildi fá
gesti, laðaði þá að og hvatti þá til að staldra við.
Hann var löngum prýðilega heilsuhraustur svo að ekki þurfti að leita til læknis.
En tveimur árum fyrir andlátið veiktist hann alvarlega af lungnabólgu og mátti
um tíma sitja í hjólastól. Eftir þetta náði hann sér nokkuð vel, enda var hann
duglegur að ganga úti. Mátti hann heita við sæmilega líðan þangað til síðsumars
2003 er veikindi sóttu á að nýju.
Ekkju hans, Sigríði Vilmundardóttur, svo og ástvinunum öllum, bið ég allrar
Guðs blessunar. Hann blessi minningu drengsins góða, Olafs Gíslasonar.
Sr. Gunnar Björnsson, Selfossi
KÆRILESANDI!
Ertu orðinn áskrifandi að Goðasteini?
Hvernig væri að bæta úr því?
Áskriftarsíminn er 487 5028
-174-