Goðasteinn - 01.09.2005, Page 180
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
saman bjuggu þau heimili sitt eins og áður með þeirri hlýju að þar var gott að
koma. Síðar áttu þau heimili sitt að Tómasarhaga 44, allt þar til þau fluttu árið
2000 til sonar þeirra Gunnars og tengdadóttur Tofe þar sem þau áttu heimili í tvö
ár en fluttu þá á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem þau bjuggu saman á
sínu herbergi og nutu góðrar umönnunar sem aðstandendur þakka hér fyrir.
Ragnar var ekki opinskár en hlýr, íhugull og vandaður og sannarlega mátti
treysta orðum hans. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína, eiginkonu, börn, tengdabörn,
barnaböm og bamabamabörn sem hann fylgdist vel með allt til hins síðasta. Hann
var stálminnugur og naut lesturs góðra bóka og var unnandi Ijóða Davíðs
Stefánssonar.
Ragnar andaðist að Grund aðfararnótt 17. maí 2004 eftir stutta sjúkralegu.
Útför hans fór fram frá Eyvindarhólakirkju 22. 5. 2004.
Sr. Halldór Gunnarsson
Sigurbjartur Guðjónsson í Hávarðarkoti
Sigurbjartur Guðjónsson fæddist hinn 7. mars 1918 í
Bala í Þykkvabæ. Foreldrar hans voru Jónína Valgerður
Sigurðardóttir frá Akranesi og Guðjón Guðmundsson
frá Búð í Þykkvabæ. Hann var bróðir Hafliða og
Sesselju og þeirra systkina. Eldri systur Sigurbjarts
voru Elínborg og Karlotta Sigríður en hún dó bamung.
Spænska veikin geisaði árið sem Sigurbjartur fædd-
ist og Guðjón faðir þeirra systkina dó. Sigurbjartur var
tekinn í fóstur til Sesselju föðursystur sinnar og manns
hennar Tyrfings Björnssonar að Bryggjum í Landeyjum en þau voru barnlaus.
Sigurbjartur átti hjá þeim góða æsku. Jónína mamma hans giftist seinna Friðriki
Friðrikssyni kaupmanni í Miðkoti í Þykkvabæ og Sigurbjartur eignaðist systkinin
Guðjónu og Hilmar og Sigurð Grétar sem dó lítið barn. Þær Astríður Sveinsdóttir
og Ragnhildur Óskarsdóttir ólust líka upp hjá Jónínu og Friðrik og þau voru öll
sem systkini. Sigurbjartur kom enda með fósturforeldrum sínum í Þykkvabæ 16
ára gamall þegar þau hófu búskap í Hávarðarkoti. Það var 1934. Eftir það átti
Sigurbjartur alltaf lögheimili í Hávarðarkoti og varð brátt einn af máttarstólpum
Þykkvabæjar við hlið annarra merkra manna og kvenna sem gerðu hvort tveggja
að halda hefðunum og ryðja nýjum tímum braut inn í lífið í Þykkvabæ.
Sigurbjartur fór tvö haust til Reykjavíkur, fjórtán og fimmtán ára gamall, til að
læra orgelleik hjá Páli Isólfssyni. Skömmu seinna fór hann þrjár vertíðir til
Vestmannaeyja. Allar þessar ferðir höfðu djúp áhrif á líf hans. Hann var í marga
áratugi organisti í Hábæjarkirkju sem seinna fékk nafnið Þykkvabæjarkirkja en lét
af störfum 1992, þá fluttur til Reykjavíkur. Og í Vestmannaeyjum kynntist hann
-178-