Goðasteinn - 01.09.2005, Page 181
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
Halldóru Magnúsdóttur sem varð kona hans. Um börn þeirra og heimili vísast til
greinar um Halldóru hér að framan.
Miklar breytingar urðu í Þykkvabæ í tíð Sigurbjarts og hann var í framvarðar-
sveitinni sem fyrr segir. Þegar árnar sem flæddu um Þykkvabæ voru stíflaðar
komu upp mikil lönd sem urðu hinir miklu kartöflugarðar og vélvæðing fylgdi í
kjölfarið. Sigurbjartur varð 28 ára oddviti eftir Tyrfing fósturföður sinn og var
oddviti Þykkbæinga í 36 ár. Ungur vann hann við verslun Friðriks með Magnúsi
Sigurlássyni manni Guðjónu systur sinnar. Magnús hafði gengið í verslunar-
skólann og Sigurbjartur lærði af honum bókhald og varð glöggur bókhaldari.
Oddvitastarfið færði hann á vit margs konar mála og má þar nefna ljósið, vatnið
og veginn. Sveitarstjómin sá um þessar góðu framkvæmdir, lýsinguna á veginum
milli vesturbæja og austurbæja, vatnsleiðsluna frá Selalæk og slitlagið á veginn
niður í Þykkvabæ og milli bæjanna og á hlöðunum við húsin og kirkjuna.
Tónlistin skipaði háan sess í lífi Sigurbjarts. Hann spilaði fyrst við kirkjuathöfn
í útför Bjöms Tyrfingssonar afa síns. Það var í Landeyjum, daginn áður en hann
flutti með fósturforeldrum sínum í Þykkvabæ. Það var afar gott og skemmtilegt
að vinna með Sigurbjarti, og við - hann, kirkjukórinn og ég - studdum hvert annað
alltaf og undantekningarlaust. Við eigum honum mikið að þakka, bæði góðan
orgelleik hans og söngstjórn en líka gleðina af samstarfinu, virðinguna fyrir
hefðunum og möguleikum nýrra leiða.
Sigurbjartur fluttist til Reykjavíkur 1991, bjó hjá Guðjóni syni sínum og Guð-
rúnu konu hans og aðstoðaði við reksturinn á fyrirtæki þeirra. Halldóra fluttist
alfarin suður 1997. Þegar hún missti sjónina að mestu hætti Sigurbjartur að starfa
við fyrirtækið og fór heim. Hann varð bráðkvaddur á heimili þeirra hinn 31.
ágúst 2003. Hann var jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Reykjavík 9. september og
aska hans var jarðsett í kirkjugarðinum við Þykkvabæjarkirkju við útför Halldóru
hinn 8. janúar 2005.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Sigurþór Árnason frá Hrólfsstaðahelli
Sigurþór Ámason var fæddur í Hrólfsstaðahelli 16.
júní 1918, Rangæingur að ætt og uppruna en foreldrar
hans voru hjónin Sigríður Oddsdóttir og Árni
Hannesson. Hann var yngstur í hópi sex systkina en
fimm þeirra komust á legg, þau Guðríður f. 1906,
Hannes f. 1907, Sigurbjörg f. 1910, Oddur f. 1913, og
yngstur var Sigurþór.
Mótaður af stórbrotinni náttúru með miklar og
-179-