Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 182
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
góðar gáfur í farteskinu ólst hann upp í foreldrahúsum og sýndi fljótt verkgleðina
sem fylgdi honum frá fyrstu tíð. í faðmi Landsveitarinnar þar sem skólaskáldið
frá Hrólfsstaðahelli orti um hinn seiðþrungna Kirkjuhvol og Rangá gömlu sem
„raular Ijóðin sín“ og þar sem „heiðblá fjólan grær í dölum“ og mótar menn og
land, þar sleit hann barnsskónum.
Systkinin þrjú, Sigurbjörg, Oddur og Sigurþór, tóku æ meir við stjóm búsins
með aldri og þroska. Faðir þeirra andaðist árið 1944 en þau bjuggu með móður
sinni sem var fyrir búinu til æviloka 1966. Þá var Sigurþór skrifaður fyrir því en
sameiginlega bjuggu þeir bræður og Sigurbjörg, þá fyrir nokkru tekin við húsfor-
ráðum.
Sigurþór var höfðingi heim að sækja og heimili þeirra systkina í Hrólfsstaða-
helli og síðar á Freyvanginum á Hellu var þeirra helgistaður, þau voru áþekk í
einstökum dugnaði sínum og gestrisni og allt bar hinum hugumprúðu húsráð-
endum hið fegursta vitni.
Hjá þeim var ævinlega mikill gestagangur, enda Sigurþór oddviti Landmanna
um langt árabil og mörg erindin sem sveitungarnir áttu á heimili þeirra systkina.
Ekki síst ber að minnast þeirra systkina í kringum réttirnar í Réttamesi en þá
var hátíð í Hrólfsstaðahelli. Þá ríkti gleði á bæ og höfðingslundin naut sín er fjall-
menn og aðrir sveitungar komu við og þáðu góðgerðir og þær ekki af skomum
skammti, áður en hver hélt til síns heima.
Sigurþór var valinn til ýmissa ábyrgðar- og trúnaðarstarfa í þágu sveitar-
félagsins. Hann sat í hreppsnefnd frá 1954 - 1986 og var eins og áður sagði odd-
viti Landmanna frá 1958 - 1986 eða í tæp 30 ár. Hann var mikill félagsmálamaður
og bjó yfir þessari mannlegu færni, reynslu og þekkingu sem aðeins fæst á
vettvangi en verður ekki lærð. Oddvitastarfið og félagsmálastörfin voru hans aðal
áhugamál á hans bestu manndómsárum. Sem oddviti lagði hann sig ævinlega í
framkróka um að leysa öll mál. Því sem honum var trúað fyrir vandaði hann sem
best og samviskusemin og nákvæmnin var engu lík. Manna fúsastur að leysa
vandræði náungans svo vel sem mögulegt var þótt það kostaði umstang og
fyrirhöfn. Var lipurð hans, hjálpsemi og ljúfmennska annáluð og jafnan var hann
óspar á góð ráð og leiðbeiningar til allra sem á þurftu að halda.
Líkt og réttardagamir voru hátíðisdagar í Hrólfsstaðahelli, þá voru Veiðivötnin
paradísin hans Sigurþórs. Hann var náttúruunnandi og hálendið laðaði og heillaði,
og um leið og hann naut lifandi tengsla við fegurð landsins var gleðin engu minni
að dvelja í góðum vinahóp við netalagnir upp í Vötnum.
Hann hafði feikna áhuga á öllu sem leit að þjóðlegum fróðleik og sögu liðinna
tíma. Hann varðveitti gamla hluti sem minntu á horfna tíð og liðna atvinnuhætti
og lét Skógasafni í té marga og merkilega gripi í gegnum árin.
Vorið 1987 urðu kaflaskipti í lífi þeirra systkina er þau hættu búskap og þau
Sigurbjörg og Sigurþór fluttust að Freyvangi 9 á Hellu en Oddur réðist sem fastur
-180-