Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 184
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
Stefán tók við hálfri jörðinni á Berustöðum og búskapurinn var hans líf og
yndi. Hann var vinnusamur, athugull og úrræðagóður; sinnti bústörfunum af alúð
og með jákvæðu hugarfari. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg en aldrei var þó
langt í léttleika og kímni.
Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Fanney Sigurbjörg Jóhannsdóttir, frá Hafnar-
nesi við Fáskrúðsfjörð, og gengu þau í hjónaband þann 16. maí árið 1964. Þau
hjón voru alla tíð samhent og má segja að hann hafi verið gæfumaður sem eigin-
maður og faðir 6 stúlkna. Þau hjón eignuðust 5 dætur, auk þess gekk Stefán
Sigrúnu dóttur Fanneyjar í föðurstað. Er nú skarð fyrir skildi þegar ástkær eigin-
maður, faðir og afi er til moldar borinn.
Dæturnar eru:
Anna Guðrún, maki er Þórður Guðni Pálsson, börn: Anna Rún Ólafsdóttir,
Stefán Daði Ólafsson, Silja Björk Þórðardóttir og Birta Ösp Þórðardóttir.
Jóhanna Gyða, maki er Björgvin Valur Sigurðsson, börn: Marta Björgvins-
dóttir, Alma Björgvinsdóttir og Jökull Björgvinsson.
Steinunn Inga, dóttir: Andrea Jóna Eggertsdóttir.
Magnea Bára, maki er Ingunn Jónsdóttir.
Ingibjörg Ósk, maki er Höskuldur Þór Höskuldsson, dætur: Fanney Brá
Gaaserud og María Höskuldardóttir.
Sigrún Hrafnsdóttir, maki er Einar Matthías Þórarinsson, synir: Sæþór Fannar
og Hlynur Örvar. Maki Sæþórs er Sigríður Jóhannsdóttir. Maki Hlyns er Þuríðar
Gunnarsdóttur og dóttir þeirra er Emilý Dögg.
Bamabörnin eru þannig 12 og eitt barnabamabam.
Stefán á Berustöðum var vinsæll maður og hann lagði sinn drjúga skerf til
ýmissa félags- og framfaramála. Hann var í hreppsnefndinni um árabil, í stjórn
búnaðarfélagsins, auk þess sem hann var ötull fylgismaður ungmennafélagsins.
Hann sat í stjóm bókasafnsins og var lengi meðhjálpari í kirkjunni sinni eins og
áður var getið. Hann var stálminnugur og vel að sér um ýmsa hluti. Þó hann hefði
ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum var hann alltaf sanngjarn og hógvær
og vildi ekki neitt neikvætt segja um samferðamenn sína. Hann lagði allt kapp á
að hafa hlutina í lagi og skráði í mörg ár dagbók þar sem hann festi á pappír
veðurlýsingu og ýmis atriði er tengdust búskapnum og fjölskyldunni. Stefán var
orðhagur maður og hafði yndi af að setja saman vísur. Var þetta honum til gleði
og dægradvalar, þó sjaldan væru stundir aflögu til tómstunda því hann var jafnan
sívinnandi.
Á Berustöðum var tvíbýli í búskapartíð þeirra Stefáns og Fanneyjar. Bjó
Trausti bróðir Stefáns ásamt Dýrfinnu konu sinni á hinum hluta jarðarinnar. Síðar
tók Guðfríður Erla dóttir Trausta og fjölskylda hennar við búskapnum þar. Var oft
mannmargt og nóg að gera á bænum og eiga margir þaðan góðar minningar, bæði
börn sem ólust upp þar, einnig unglingar sem voru þar í sveit á sumrin. Stefán var
-182-