Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 186
Látnir 2004
Goðasteinn 2005
uppeldi hennar sökum erfiðra aðstæðna. Því kom hún kornung í umsjá vanda-
lausra. Að Heiðarbæ í Þingvallasveit dvaldist hún fyrstu árin og átti hún þaðan
góðar bernskuminningar. Fólkið flutti að Hvítanesi í Kjós laust fyrir 1920 og
dvaldi Svanhvít þar um skeið.
11 ára að aldri flutti Svanhvít til móður sinnar í Reykjavík. Þar festi hún ekki
rætur en var þó stolt af að hafa gengið í Miðbæjarskólann. Einnig minntist hún
fermingarinnar sinnar í Dómkirkjunni hjá séra Bjarna Jónssyni með gleði og
talaði um Dómkirkjuna og kennsluna sem henni var veitt þar með virðingu og
þakklæti.
Ung fór Svanhvít að vinna fyrir sér. Hún starfaði við ýmislegt sem til féll,
lengst við fiskverkun á Suðurnesjum um nokkurra ára skeið. í henni blundaði þó
löngunin eftir að komast aftur í sveitina; á bamsaldri hafði hún kynnst lífinu á
tiltölulega afskekktum sveitabæjum, þar sem dagarnir og árin lifðu sínu eigin lífi,
fjarri ysi og skarkala þéttbýlisins. Þar kom að hún afréð að flytja og réð sig í vist
austur í Lindarbæ eins og áður segir.
I Lindarbæ var verkaskipting í föstum skorðum og næg verkefni að fást við.
Svanhvít annaðist heimilisstörf innanhúss, auk mjalta og heyvinnu úti á sumrin.
Hún var afburða verkmanneskja og annaðist allar gegningar úti ef svo bar undir.
Hugurinn var bæði í vöku og svefni hjá málleysingjunum og hún mátti ekki af
neinum vandræðum vita meðal húsdýranna. Meðal þeirra eignaðist hún sína
tryggustu vini. Dýrin þekktu rödd hennar er hún kallaði þau með nöfnum, á
heimilinu ríkti virðing og umhyggja fyrir fólki og dýrum.
Svanhvít fór sjaldan af bæ. Hún undi glöð við sitt fábrotna hlutskipi og skráði
sig aldrei til leiks í lífsgæðakapphlaup nútímans. Margt af því sem hún gladdist
yfir myndi nútímafólk ekki einu sinni reikna meðal lífsgæða. Smámunirnir voru
henni kærir, örlítil brot og litlar svipmyndir af því sem nú kallast lífsgæði voru
hennar líf og yndi.
Ráðskonuhlutverk Svanhvítar hjá þeim Lindarbæjarbræðrum varð áratuga-
langt. Allnokkur gestagangur var á heimilinu og í mörg horn að líta eins og títt
var til sveita.
Störf sín innti Svanhvít af hendi með þeirri natni og eljusemi sem henni var í
blóð borin.
Svanhvít var lágvaxin og fíngerð að eðlisfari; björt og sviphrein yfirlitum, kvik
í hreyfingum og tiltölulega ungleg í fasi til hinstu stundar. Hún festi ekki ráð sitt
og eignaðist ekki börn. Þó var hún barngóð og vingjarnleg við þau börn sem til
sumardvalar voru send að Lindarbæ. Minnast þau, þó löngu uppkomin séu, þess-
ara stunda með gleði.
Á sínum efri árum auðnaðist Svanhvíti að kynnast allnokkuð yngri hálf-
bræðrum sínum, sammæðra, ásamt fjölskyldum þeirra. Var hún nú smám saman
komin í hlutverk frænkunnar og voru tengslin sterk og góð allra síðustu árin sem
hún lifði.
-184-