Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 186

Goðasteinn - 01.09.2005, Blaðsíða 186
Látnir 2004 Goðasteinn 2005 uppeldi hennar sökum erfiðra aðstæðna. Því kom hún kornung í umsjá vanda- lausra. Að Heiðarbæ í Þingvallasveit dvaldist hún fyrstu árin og átti hún þaðan góðar bernskuminningar. Fólkið flutti að Hvítanesi í Kjós laust fyrir 1920 og dvaldi Svanhvít þar um skeið. 11 ára að aldri flutti Svanhvít til móður sinnar í Reykjavík. Þar festi hún ekki rætur en var þó stolt af að hafa gengið í Miðbæjarskólann. Einnig minntist hún fermingarinnar sinnar í Dómkirkjunni hjá séra Bjarna Jónssyni með gleði og talaði um Dómkirkjuna og kennsluna sem henni var veitt þar með virðingu og þakklæti. Ung fór Svanhvít að vinna fyrir sér. Hún starfaði við ýmislegt sem til féll, lengst við fiskverkun á Suðurnesjum um nokkurra ára skeið. í henni blundaði þó löngunin eftir að komast aftur í sveitina; á bamsaldri hafði hún kynnst lífinu á tiltölulega afskekktum sveitabæjum, þar sem dagarnir og árin lifðu sínu eigin lífi, fjarri ysi og skarkala þéttbýlisins. Þar kom að hún afréð að flytja og réð sig í vist austur í Lindarbæ eins og áður segir. I Lindarbæ var verkaskipting í föstum skorðum og næg verkefni að fást við. Svanhvít annaðist heimilisstörf innanhúss, auk mjalta og heyvinnu úti á sumrin. Hún var afburða verkmanneskja og annaðist allar gegningar úti ef svo bar undir. Hugurinn var bæði í vöku og svefni hjá málleysingjunum og hún mátti ekki af neinum vandræðum vita meðal húsdýranna. Meðal þeirra eignaðist hún sína tryggustu vini. Dýrin þekktu rödd hennar er hún kallaði þau með nöfnum, á heimilinu ríkti virðing og umhyggja fyrir fólki og dýrum. Svanhvít fór sjaldan af bæ. Hún undi glöð við sitt fábrotna hlutskipi og skráði sig aldrei til leiks í lífsgæðakapphlaup nútímans. Margt af því sem hún gladdist yfir myndi nútímafólk ekki einu sinni reikna meðal lífsgæða. Smámunirnir voru henni kærir, örlítil brot og litlar svipmyndir af því sem nú kallast lífsgæði voru hennar líf og yndi. Ráðskonuhlutverk Svanhvítar hjá þeim Lindarbæjarbræðrum varð áratuga- langt. Allnokkur gestagangur var á heimilinu og í mörg horn að líta eins og títt var til sveita. Störf sín innti Svanhvít af hendi með þeirri natni og eljusemi sem henni var í blóð borin. Svanhvít var lágvaxin og fíngerð að eðlisfari; björt og sviphrein yfirlitum, kvik í hreyfingum og tiltölulega ungleg í fasi til hinstu stundar. Hún festi ekki ráð sitt og eignaðist ekki börn. Þó var hún barngóð og vingjarnleg við þau börn sem til sumardvalar voru send að Lindarbæ. Minnast þau, þó löngu uppkomin séu, þess- ara stunda með gleði. Á sínum efri árum auðnaðist Svanhvíti að kynnast allnokkuð yngri hálf- bræðrum sínum, sammæðra, ásamt fjölskyldum þeirra. Var hún nú smám saman komin í hlutverk frænkunnar og voru tengslin sterk og góð allra síðustu árin sem hún lifði. -184-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.