Goðasteinn - 01.09.2005, Síða 187
Goðasteinn 2005
Látnir 2004
Árin sín síðustu dvaldi Svanhvít á Lundi á Hellu, undi hún hag sínum vel, enda
búskapur aflagður í Lindarbæ og báðir bændurnir látnir. I heimi minninganna var
hún róleg og ánægð. Þó leitaði af og til á hana löngunin til að rísa árla úr rekkju,
skunda til mjalta eða að líta eftir hrossunum sem hún dáðist sérstaklega að alla
sína daga. Ævikvöldið var kyrrlátt og lífssólin hné til viðar að afliðnum þorra.
Hlutskipti Svanhvítar í lífinu var á margan hátt sérstakt. Andlátið hennar bar
að á hlaupársdaginn, þann 29. febrúar 2004. Hún hvílir í Oddakirkjugarði og fór
jarðarförin fram frá Oddakirkju þann 6. mars.
Sr. Skírnir Garðarsson
/
Þorsteinn Arnason frá Holtsmúla
Þorsteinn Árnason fæddist í Holtsmúla í Landsveit
23. október 1949. Hann lést á lrknardeild Landspítalans
í Kópavogi þjóðhátíðardaginn 17. júní 2004 eftir snarpa
og afar erfiða sjúkdómsbaráttu. Útförin fór fram frá
Stórólfshvolskirkju, en jarðsett var í Akureyjarkirkju-
garði 25. júní 2004.
Foreldrar Þorsteins voru hjónin Árni Jónsson bóndi í
Holtsmúla sem var fæddur 1896, d. 1995 og Þorgerður
Vilhjálmsdóttir húsfreyja sem var f 1918, d. 1996. Hann
var eina barnið sem þau eignuðust saman. Systir
Þorsteins sammæðra er Helga Marteinsdóttir f. 1945.
Systkini Þorsteins samfeðra eru Oddur f. 1921, Jóna Gíslunn f. 1922, Inga
Guðrún f. 1923, d. 1999, Guðmunda f. 1924, Ingibjörg f. 1925, Lilja f. 1926,
Ágúst f. 1927, d. 1930 og Ágúst f. 1930.
Þorsteinn ólst upp í Holtsmúla til 15 ára aldurs. í faðmi fagurrar sveitar á
traustu og góðu heimili átti hann góð æsku- og uppvaxtarár. Árið 1964 brugðu
foreldrar hans búi og fluttu sig um set til Selfoss.
Þorsteinn naut hefðbundinnar barnaskólamenntunar og að henni lokinni lá
leiðin í Skógaskóla þaðan sem hann lauk gagnfræðaprófi. Að því loknu fór hann á
sveinssamning hjá rafverktakafyrirtækinu Raflögnum á Selfossi ásamt því að
leggja stund á iðnskólanám. Að rafvirkjanámi loknu hóf hann nám við Tækni-
skóla íslands og lauk þaðan námi með réttindi sem rafiðnfræðingur vorið 1973.
Þegar að námi loknu hóf Þorsteinn störf hjá Rafveitum ríkisins á Hvolsvelli þar
sem hann í fyrstu gegndi starfi rafmagnseftirlitsmanns í Rangárvalla- og Vestur-
Skaftafellssýslum ásamt ýmissri annarri viðskiptaþjónustu innan fyrirtækisins.
Þegar svo Suðurland var gert að sérstöku rekstrarsvæði innan Rarik árið 1980
urðu nokkrar breytingar á starfshögum Þorsteins. Hann hafði sýnt af sér einstaka
samviskusemi í starfi og þjónustuiund við viðskiptaaðila fyrirtækisins. Mér skilst
-185-