Stjörnur - 01.02.1950, Side 9
ingjusamt eins og ég veit að það
verður. Eg skal ekki neita því, að
það eru ekki öll hjónabönd jafn
farsæl, en það er fólki sjálfu að
kenna, ef það er ekki hamingju-
samt. Líf manns á aldrei að þurfa
að verða hversdagslegt eða leiðin-
legt. Manstu þegar ég kom heim
til foreldra þinna í fyrsta sinn?
Þá lá pabbi þinn inni í sófanum
sínum og hraut, en mamma þín
stóð frammi í eldhúsinu og ham-
aðist ein við uppþvottinn. Taktu
þetta ekki svo, að ég sé að áfellast
föður þinn. Alveg eins var þetta
heima hjá mér. En svona verður
það ekki hjá okkur. Við tilheyr-
um annarri kynslóð. Fortíðin leit.
á konuna sem þræl heimilisins,
er maðurinn gat skipað fyrir verk-
um og látið þjóna sér og sínum
kenjum. Nútímahjónabönd byggj-
ast á sameiginlegum vilja og gagn-
kvæmum skilningi og umfram
allt á samhjálp beggja aðila.
Jæja, vina mín. Þú skalt nú
ekki halda að ég sé að rausa þetta
út í loftið, af því að svo langt er á
milli okkar, og að ég meini ekk-
ert með því, sem ég segi. Nei. Ég
hef mikið hugsað um hjónaband
okkar. Ég er alveg viss um það,
að ástin og hamingjan verða að
byggjast á gagnkvæmum skiln-
ingi trúlofunarmánaðanna, hjón
verða alltaf að vera jafn ástfang-
in hvort af öðru og þau eru í til-
hugalífinu. Við þekkjum hvort
Lillý! Lillý!
annað, við vitum hvers annars
veikleika og kosti. Við vitum að
hamingjan í hjónabandinu verður
að byggjast á samhjálp, gagn-
kvæmum skilningi og virðingu.
Eftir tíu, tuttugu ára hjúskap,
jafnvel gömul og farlama mun-
um við líta hvort annað sömu
augum og nú, nema hvað við
munum með hverju ári sem líður
knýtast æ fastari böndum ástar
og trúnaðar.
Hittumst heil og sæl eftir sjö
daga og nætur, ástin mín.
Þinn elskandi Karl.
STJÖRNUR 9