Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 46

Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 46
hennar með jafnmikilli beyskju. Ef til vill myndi hann þá fremur skilja hana og dæma hana vægar. — Eg myndi heldur vilja deyja, en að vera lokuð innan fangelsis- veggja, sagði hún. — Við skulum ekki tala meira um það, sagði hann. Nú ert þú frí og frjáls, og við skulum gleyma því, sem liðið er. — Ég er hrædd um, að það verði ekki í bráð, sem ég gleymi því, svaraði hún. Ég ætlaði einu sinni að fara að segja þér hversvegna ég var dæmd, en þá vildir þú ekki hlusta á mig. Nú verð ég að gera það. Hann skyldi að hún þarfnaðist þess að létta á hjarta sínu, svo hann hreyfði ekki mótmælum. En myndi hann nú leggja trúnað á frásögn hennar, hugsaði hún. Enginn hafði trúað henni. Dómarinn hafði horft á hana með skilningi, en samt hafði hann dæmt hana seka, dæmt hana til fimm ára fang- elsisvistar. — Fimm ár er langur tími, sagði Sam. — Ég var höfð í þrjá mánuði í varðhaldi á meðan ég beið þess að dómurinn væri kveðinn upp, sagði hún. — Slíkt getur fyrir alla komið, sagði Sam, jafnvel hið bezta fólk. — Ég tilheyri ekki þeim beztu, sagði hún og draup höfði. Ég ... Ég er Toní Marachek og það er nóg. „Hvar fenguð þér loðkáp- una?“ spurði dómarinn. Ég sagði eins og satt var. Ég hafði kynnst manni, sem sagðist elska mig'. Hann gaf mér pelsinn. „Það er ósköp trúlegt," sagði saksóknarinn. Það er satt, svaraði ég. Ég fór með pels- inn til veðlánara, vegna þess að ég var peningalaus. „En hinn eðal- lyndi elskhugi yðar, hvað varð um hann?“ spurðu þeir. Ég þurfti ekki að svara þeirri spurningu. Þeir vissu vel að hann hafði fyrirfar- ið sér. „Það er ofur einfalt að skella skuldinni á dauðan mann,“ sögðu þeir. Loðkápunni hefði verið rænt við innbrot, sem framið hafði ver- ið í stærsta vöruhúsi borgarinnar. Hvar hafði ég verið það kvöld og hvað hafði ég aðhafst. Ég hafði engan til að bera mér vitni. Og svo var ég dæmd. — Já, sagði Sam, þegar hún þagnaði, en þeir höfðu dóminn þó skilor ðsbundinn ? — Já, vegna þess að þetta var fyrsta brot. En veiztu hvað slíkt hefur í för með sér? — Já, ég þykist vita, að sá, sem einu sinni hefur verið dæmdur, sé alltaf tortryggður. Sé hann einhversstaðar nálægur, þar sem innbrot 46 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.