Stjörnur - 01.02.1950, Side 27
ið, en stjórnandi hafði ekki gætt
sín nógu vel, vegna þess að hinn
vagninn skyggði á, tók hann ekki
eftir barnahóp, er í þessum svif-
um hafði stokkið út á veginn.
Bílstjórinn steig á hemlana og
vagninn skalf og nötraði, þeir sem
stóðu, köstuðust til. Herra Helgel
var óviðbúinn. Hann var nærri
dottinn, en tók af sér fallið með
því að styðja sig við stólsætið,
en var svo óheppinn að lenda ein-
mitt á skerminum, sem lagðist
saman undir honum, eins og
harmonikkubelgur.
Það var því ekki að furða þótt
herra Hegel væri þungbrýnn er
hann gekk upp að húsinu sínu
með pakkann undir hendinni, að
vísu hafði Ijóshlífin verið ódýr —
en hann haiði þó loks látið verða
af því að kaupa hana, það gat
dregizt að hann keypti nýja. Hann
kastaði pakkanum kæruleysislega
frá sér í anddyrinu. Er hann hafði
kysst konu sína í kveðjuskyni
sagði hann:
— Nú er ég bæði þreyttur og
svangur.
Hann settist í þægilegan stól í
dagstofunni og leit yfir blöðin.
Hann tók ekki eftir því að frammi
í forstofunni heyrðist skrjáfa í
bréfi, og varð því hálfhvert við,
er hann heyrði konu sína reka
upp fagnaðaróp. Svo stóð hún í
gættinni:
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
— Ó, þú ert alveg dásamlegur
eiginmaður, sagði hún. Aldrei
hefði ég haldið að þú værir svo
smekkvís að geta keypt hann
svona einsamall ... einmitt ná-
kvæmlega eins og ég hef óslcað
mér.
Herra Hegel horfði á konu sína,
orðlaus af undrun. Hún hafði sett
lampaskerminn á höfuðið á sér.
.... Hún hélt að þessi undarlegi
harmonikkubelgur væri nýtízku
hattur.
STJÖRNUR 27