Stjörnur - 01.02.1950, Side 45

Stjörnur - 01.02.1950, Side 45
— O’Neil sagði, að þú yrðir látin laus um áttaleytið, sagði hann til þess að uppörfa hana. — O’Neil? át hún eftir honum. — Já, saksóknarinn, svaraði hann. Hann er nefnilega gamall vinur minn — maður hefur svo sem góð sambönd, skilurðu. Ég bað hann að sjá um að þér yrði sleppt. Og nú ertu frjáls. Hún þagði. Hann og O’Neil góðir vinir, sagði hann. Hvernig gat því þá vikið við að O’Neil skyldi ... Nei, hún vissi ekki hvað hún átti að halda. Það var aðeins eitt, sem hún vissi. Henni hafði veizt tæki- færi til að velja á milli fimm ára fangelsisvistar og mannsins, sem hún var ástfangin af, — og hún hafði gengið að öllum skilyrðum ... En hefði ekki verið léttbærara að sitja í fangelsi í fimio ár? — Ég var farinn að óttast um þig, sagði hann. Og ef satt skal segja veit ég ekki enn hvað ég á að halda. Þú ert eitthvað svo undarleg. Hvað er að, Toní? Horfðu framan í mig. Þau horfust snöggvast í augu, en augnaráð hennar var flöktandi. Hún horfði strax undan. — Ég held mér veitti ekki af því að fá eitt glas, til þess að styrkja mig á, sagði hún og hélt áfram göngunni. Sam brosti. Veslings Toní, hún var auðvitað matarþurfi. Hún hafði enga peninga og kunni ekki við að biðja hann um neitt. Hugur hans fylltist heitri gleði og samúð með þessari ungu stúlku. Hún var svo einmana og yfirgefin. Ef nokkur þarfnaðist hjálpar hans þá var það hún. — Auðvitað, sagði hann. Nú býð ég uppá góðan kvöldverð. Nú höldum við uppá það, Toní, að þú hefur endurheimt frelsi þitt. — Og um leið stöðvaði hann bíl. Toní gat varla varist gráti, svo hrærð var hún yfir því hve vingjarn- legur hann var og hve annt hann lét sér um hana. Og er þau skömmu síðar sátu í ítölsku matsölunni, sem hún hafði valið, hafði hún enga matarlyst. Hún er líklega of þreytt og taugamar í ólagi, hugsaði hann. Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir hana. Kannski myndi hún hressast við nokkur staup af víni. — Við skulum drekka skál þíns endurheimta frelsis, sagði hann og lyfti glasinu. Það var gaman að sjá þig aftur. Hún dreypti á glasinu. En hún var enn hugsi. Hún varð að láta hann vita meira um fortíð sína. Ef til vill myndi hann þá ekki minnast STJÖRNUR 45

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.