Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 35
Eiginmaðurinn var heima.
Smásaga eftir P. Langdale
Sonju fannst oft einmannalegt,
þegar hún var alein á kvöldin í
stóra húsinu, en maður hennar
var fjarverandi. Og það kom
nokkuð oft fyrir upp á síðkastið.
Sonja hafði verið vön að skemmta
sér á kvöldin, meðan hún var ung
og ógift, og nú voru vaknaðar hjá
henni efasemdir um gleði hjóna-
bandsins.
Georg var duglegur og hagsýnn
kaupmaður, en ekki að sama
skapi hygginn eiginmaður. Hann
hafði kvænst Sonju, af því að
hann þurfti að fá fallega konu í
nýtízku húsið sitt. Og fólkið sagði:
En hvað hann Georg á fallega og
yndislega konu.
Georg var oft úti á kvöldin.
Það var svo sem nauðsynlegt fyr-
ir mann í hans stöðu. Sonja kvart-
aði ekki undan þessu, hún skildi
afstöðu Georgs í viðskiptalífinu
og hafði allt til allt, nema ef vera
skyldi ást og fylling ýmissa dag-
drauma.
Og það var ekkert rómantískt
við Georg.
í kvöld ætlar hann ennþá út
vegna vezlunarinnar og Sonja
fann leiðindin sækja að sér. Hún
hafði ekki eirð til þess að líta í
bók. Utvarpið var í ólagi, svo að
hún gat ekki látið hugann líða á
vængjum tónanna. Hún settist í
dagstofunni en fannst hún vera
yfirgefin. Lífið var ömurlegt.
Hún litaðist um í stofunni, en
heyrði í Georg, þar sem hann var
í svefnherberginu stynjandi að
setja á sig stífan flibba. Hún kann-
aðist við þessar stunur og þetta
amstur. Hún þoldi það ekki leng-
ur, varð að fara út, fara í bíó,
heyra fólk hlæja og skemmta sér.
Hún greip kápu sína og gekk inn
í svefnherbergið.
— Ég ætla í bíó, sagði hún. —
Borðaðu ekki sardínur í kvöld, þú
veizt hvemig fór síðast.
— Ágætt, sagði Georg, — þarna
kom ég brjósthnappnum í gegn!
STJÖRNUR 35