Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 16
Fólksfjöldinn þyrptist til kvik-
myndavers Metrófélagsins og allt
ætlaði af göflunum að ganga. Þar
inni sat Clark meðal gamalla
kunningja, reykti pípu sína í „ró
og mag“ og sagði frá atburðum
úr stríðinu. Hann lét sem hann
vissi ekki um öll ósköpin, sem á
gengu úti fyrir. I það sinn lét hann
ekki sjá sig.
Næsta dag var hann kynntur
fyrir Greer Garson, sem þá var
mest dáða kvenstjarnan í Holly-
wood, hún hafði sigrað kvik-
myndaborgina og raunar allan
heiminn á stríðsárunum. Nú var
það ákveðið að þau Clark léku
saman í fyrstu mynd hans eftir
heimkomuna, hún hlaut nafnið
„Ævintýri".
Fyrstu kynni þeirra Clarks og
Greer urðu mjög ástúðleg. Marg-
ir myndatökumenn voru að sjálf-
sögðu viðstaddir og þeir hrópuðu:
„Kysstu stúlkuna, Clai’k“, „Taktu
almennilega utan um hana,
Clark“. Og' hvernig sem það varð,
leyfði Greer honum að kyssa sig
á munninn, það átti hvort sem
var eftir að ské oft og mörgum
sinnum í myndinni, og' Greer gat
ekki neitað ljósmyndurunum um
eftirsótta mynd.
★
Clark Gable hefur verið spurð-
ur hvenær hann ætli að hætta að
leika. Hann hefur svarað:
— Spyrjið skósmiðinn hvenær
hann ætli að hætta að vinna,
spyrjið skáldið hvenær það ætli
að hætta að yrkja. Ég er kvik-
myndaleikari og ég ætla að vera
það á meðan starfsþrek mitt end-
ist og jafn lengi og fólk vill sjá
mig. Þegar ég verð of gamall til
að leika unga menn ætla ég að
leika gamalmenni.11
★
\
Clark Gable hefur ekki leikið í
mörgum myndum síðan hann
byrjaði aftur, enda kveður hann
það ekki borga sig fyrir sig fjár-
hagslega, að hafa of háar tekjur.
Hann segist vilja njóta lífsins,
ferðast og eiga náðuga daga, leika
í einni mynd á ári — og nú hefur
hann loks gift sig eftir 8 ára ekk-
ilslíf.
* * Maureen O’Hara er mjög á-
hugasöm kjólasaumakona. Hún
hefur sagt: — Ef ég hætti að leika
ætla ég að setja upp kjólasauma-
stofu og kjólaverzlun. Ég gæti
bezt trúað, að ég hefði eins mikið
upp úr mér við það eins og fyrir
að leika, og kannski myndi ég
ekki síður una mér við það.
Sem stendur verður hún að
hafa kjólasauminn í hjáverkum
og líklega verður það nokkuð
lengi.
16 STJCRNUR