Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 12

Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 12
Clark Gable giftir sig. ÁRIÐ 1937 hóf kona nokkur í Englandi málaferli gegn Clark Gable og hélt því fram í fullri al- vöru, að hann væri eiginmaður sinn, sem skotizt hefði frá sér og ungum börnum þeirra fyrir nokkr um árum. Hún hafði séð Clark í kvikmynd og þóttist ekki þurfa frekari vitnanna við, þarna væri kominn strokumaðurinn hennar. Clark fullyrti raunar'að þetta hlyti að vera eitthvað málum blandað hjá konunni, hann hefði aldrei heyrt hana né séð, auk þess hefði hann aldrei til Englands komið á því tímabili, sem hjú- skapur og barngetnaður þessi hefði átt að eiga sér stað. En auðvitað dugðu ekki mót- mælin ein, enska kerlan lét sér þau ekki nægja. Hún krafðist rétt- arrannsóknar, og undan því gat Clark ekki slcotizt. En Clark reyndist auðvelt að sanna sakleysi sitt. Á umræddum árum var hann starfsmaður við timburhögg í Bandaríkjunum og eitt af sönnunargögnunum, sem fram voru lögð, var kvittun fyrir vikulaunum hans og — þau voru ekki há. En síðan það var voru liðin 15 ár og margt hafði drifið á daga Clark Gable á þeim árum — en börnin í Englandi héldu á- fram að vera föðurlaus. ★ Þessi saga rifjast nú upp, er gifting Clarks og Sylviu Ashley hefur verið gerð heyrum kunn, en hún er ensk hefðarmær og fyrr- verandi kona Douglas Fairbanks kvikmyndaleikara, fræg kona í enskum og amerískum kvik- myndaheimi. En þótt margt hafi verið ritað um Clark Gable eru ekki allir, sem vita, að þetta er í fjórða sinn sem hann giftir sig. ★ Clark er fæddur 1. febr. 1901 — verður því fimmtugur á næsta ári. — Faðir hans var starfsmað- ur við olíuiðnaðinn í Cadiz í Ohio. Hann hafði misst fyrri konu sína, móður Clarks, en gifst aftur. Það kom því í hlut ömmu litla Clarks að ala hann upp, en auðvitað rétti stjúpa hans gömlu konunni hjálp- arhönd. Hún var nokkuð ströng og siðavönd, fannst litla drengn- 12 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.