Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 55
ir vanrækslu í starfinu, og var þó
í senn bæði ókurteis og ósann-
gjarn.
Dumas hlustaði þegandi á hann
drykklanga stund, en þegar skóg-
arvörðurinn svívirti hann því
meir, sem Dumas þagði lengur,
gat hann ekki setið á sér, held-
ur stóð á fretur, fleygði reikn-
ingsbókunum í höfuðið á hinum
fokvonda skógarverði og sagði:
„Herra minn, þér skuluð fara í
Theatre francais í kvöld, og svo
skulum við sjá til, hvort þér
verðið ekki kurteisari á morg'un.11
Um leið tók hann hatt sinn og
yfirgaf skrifstofuna, ákveðinn í
að koma þangað aldrei framar.
Hann þurfti þess heldur ekki.
Þetta sama kvöld var fyrsta leik-
ritið hans: „Hinrik þriðji og hirð
hans“ leikið á Theatre francais.
Það var fyrsti sigur í lífi hans —
og hann var svo stór, að Dumas
þurfti ekki framar að sinna öðru
en ritstörfum.
WALTER SCOTT var talinn
heimskur, er hann var í rkóla.
Hendrik Ibsen fékk lægstu eink-
unn í bekk sínum í norskum
stíl, og varð frægasta sjónleika-
skáld sinna tíma. Um Tolstoy-
bræðurnar sagði kennari þeirra:
„Sergeí vill gera og getur, Dimi-
try vill gera. en getur ekki og
Leo hvorki vill né g'etur.“
Aðeins fjögur eintök af fyrstu
bók Alexandre Dumas seldust.
George Bemhard Shaw var marg-
oft sagt, að hann mundi aldrei
verða rithöfundur. — Enginn af
gagnrýnendum þessarra manna
urðu frægir.
Enn lifir rómantíkin í Holly-
wood. Ungur milljónasonur, Ro-
bert Goelet að nafni, gekk nýlega
að eiga Lynn Merrick, unga og
upprennandi kvikmyndastjörnu.
Foreldrar piltsins hótuðu því að
gera hann arflausan, ef hann gift-
ist stjörnunni. Hann lét það sem
vind um eyru þjóta. Nú er hann
auralaus, en bjartsýnn og ham-
ingjusamur.
Tunglið var sem blóm í hnappa-
gati næturinnar.
Max Burbolim.
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
★ STJÖRNUR
kvikmynda og skemmtirit.
flytur myndir frægra og vinsælla kvik-
myndaleikara, austan hafs og vestan, tcvi-
söguágrip þeirra, kvikmyndafréttir, sög-
ur og annað skemmtiefni. Blaðið kemur
út mánaðarlega, 12 sinnurn á ári. Verð
hvers heftis kr. 5,00 í lausasölu. Fastir
áskrifendur, sem senda l'yrirframgreiðslu
fá árganginn fyrir 50,00 Ritstjóri Jón
Jónsson, Steinum við Rvík. Prentað í
Ingólfsprenti.
STJÖRNUR 55