Stjörnur - 01.02.1950, Page 13

Stjörnur - 01.02.1950, Page 13
Clark Gable nú um, sem saknaði móðurblíðunn- ar. Æska Clarks varð því döpur, þótt faðir hans væri honum ást- ríkur, gat stjúpan aldrei gengið Clark í móðurstað. Clark Gable óx upp sem hver annar verkamannssonur. Hann varð strax að fara að létta undir með heimilinu, þegar kraftar hans leyfðu það. Þegar hann hafði aldur til réðist hann til starfa í gúmmíverksmiðju í borginni. En Clark undi illa hag sínum. Hann langaði út í heiminn, og er honum bauðst smávægilegt starf hjá umferðaleikflokki, sem kom til borgarinnar, hafði faðir hans ekki brjóst til þess að meina hon- um að taka það að sér og freista gæfunnar annarsstaðar. Clark ferðaðist nú um með leik- flokknum. Hann var ungur, rösk- ur og heldur laglegur piltur, þótt ekki þætti hann nú sérstaklega eftirsóknarverður herra á þeim árum. En þetta var hálfgert hundalíf. Leikflokkurinn þótti ekki sérlega merkilegur og smám- saman týndust leikararnir úr lest- inni og nýir byrjendur komu í þeirra stað. Loks hafði Clark einn- ig fengið nóg af félagsskapnum. Clark Gable hafði nú komizt í kynni við konu eina, er Josephina Dillon hét, hún var góð leikkona og um tvítugt STJÖRNUR 13

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.