Stjörnur - 01.02.1950, Side 49

Stjörnur - 01.02.1950, Side 49
nú væri þessu loksins lokið, en það var nú öðru nær, það var alltaf eitthvað eft- ir. Og ekki var betra hljóðið í hinum stelpunum, sem voru margar mjög lag- legar. Ég fór nú að athuga þær og fannst mér ég tnjög ófín í samanburði við þær, svo ég hélt n ig úti í horni, og horfði á það sem fram fór. Ekki fór samtalið held- ur alveg fram hjá mér. „Almáttugur, sjáðu hárið á mér. Finnst joér Jjað ekki agalegt? Ég lét í það pinna, og það er allt farið úr því.“ „Getur þú lánað mér varalit, elskan, en hvað liann et sætur, fjólublár. Ég held að hann klæði mig ekki. Jæja, láturn okk- ur sjá, hann passar við kjólinn." Svo hringsnérist hún fyrir speglinum, og var alveg fullkomlega ánægð með sjálfa sig, að mér virtist, þó það væri svolítill þóttasvipur um munninn. „Guð minn, Stína, veiztu hver er kom- inn?“ Svo hvíslaði hún einhverju að Stínu, og náði góðum árangri, þvx Stína æpti upp: „Drepið þið mig nú ekki alveg, cr hann kominn." „Hann er nú alltaf svo sætur," sagði Stína, og það var hin líka sammála um. „En hann e> víst róni," sagði hin. „Það er bara lygi," sagði Stína. „Hann er bara svolítið léttlyndur." Svo kom sú þriðja í samtalið. „Hvar hefur Jxú fengið svona ægilega sæta skó.“ „Þeir voru Kcyptir fyrir mig erlendis." „Og sokkarnir líka. Nælon auðvitað?" „Nei, þeir ert. nú keyptir hér. og það á svörtum markaði." „En smart hælarnir á þeim.“ Varð Gunnu að orði. „Helduxðu að það verði gaman á ballinu?" „Það er voða margt komið, og svo margir ókunnugir, sætir strákar." „Jæja, komið þið upp stelpur." „Er ég nógu vel púðruð?" sagði Stína. „AI- veg príma," sögðu hinar tvær. „Ókei,“ sagði sú þriðja. „Komið þið nú.“ Og uppi í danssal var nú heldur en ekki fjörugt. Þessi glimrandi jassmúsik, og dansað búggi vúggi Það þurfti að vera liðugt, sem gat þetta. En það voru nú líka fleiri dansar en þessi. Og Dóra, vinkona var kornin á stað, með þeim sem hún helzt óskaði eftir að dansa við. Ég sat og var að tala við stúlku, þá var að- eins ýtt við mér, og ég mætti tveim aug- um. Það var herra að bjóða mér upp í dans. Við dönsuðum mikið saman, og hann sagðist vera norskur í aðra ætt og vera búinn að vera lengi erlendis, og fór að tala blending, J>ó íslenzkan hafi verið góð í fyrstu. Síðasta danslagið var á enda. Ég var að dansa við hálf-íslendinginn minn. Var það kannski tilviljun? Nú vildi hann endilega ná í kápuna mína, fyrir mig. Ég sagðist ttú geta það sjálf, en lét loks- ins tilleiðast. Svo kom Dóra og hennar ,,séns“ til mín. Hann hélt á yfirhöfn- inni hennar. Og loks birtist sá norsk-ís- lenzki, með mína bláu kápu á handleggn- um. Við urðum öll samferða út og á leið heim. Þegar heim kom kvaddi ég þann norska með mcstu virtum og þakkaði fyrir lieimfylgdina og skemmtunina. En honum þótti það víst ekki heldur þunnt, því hann hafði orð á því hvort ég ætlaði virkilega ekki að bjóða sér inn. En það var nú ekki ætlun mín. Þá loks tók hann ofan og bauð góða nótt á góðii íslenzku, þótl dagur væri á lofti. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Um konur. Konur eru hyggnari en karl- menn vegna þess að þær vita minna, en skilja meira. — Rudy- ard Kipling. STJÖR.NUR 49

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.