Stjörnur - 01.02.1950, Síða 21
ur hún í veg fyrir að liturinn
breyti sér eða máist burt við
snertingu. Þessa lakkhúð, sem er
auðvitað svo þunn að hennar
gætir ekki, verður svo að þvo
burt á kvöldin á sérstakan hátt.
★
Dýrasti koss sem sögur fara af
er kvikmyndakoss þeirra Ingrid
Bergman og Cary Grant, aðeins
ein kossasena kostaði 500.00 doll-
ara. Ekki höfum vér séð reikn-
inginn „sundúrliðaðan“, en þetía
er haft fyrir satt og var á sínum
tíma útvarpað um allar jarðir. En
þá var kossekta varalitur ekki
kominn til sögunnar — og er þó
sagt að Ingrid sé ekkert gefin fyr-
ir málingarstúss.
Það er sagt að kossar Deönnu
Durbin séu lengstu kvikmynda-
senur, sem teknar séu í kvik-
myndum. Fyrsta koss sinn gaf
hún Robert Stack, hann var
tveggja sekúntu langur, í næstu
myndum urðu það 4, 6 og 8-sek-
úntukossar, en eigi alls fyrir
löngu lék hún á móti Dick Haym-
es og þá varð kossinn hvorki
meira né minna en 17,8 sekúntu
langur.
Einhverju sinni bárust þessir
löngu Deönnu Durbin kossar í tal
í samkvæmi í Hollywood, þar sem
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
Myndin: Robert Walker fcer heimsókn
i kvikmyndaveriB af tveimur sonum sln-
um.
margir kvikmynda leikarar voru
gestir. Þá sagði einn þeirra:
— Ætli þeir séu ekki hafðir
svona langir til þess að bæta það
upp hve lítið er í þá varið.
Enn hefur ekki upplýzt hver það
var sem lét þessi orð falla, nema
það er haft fyrir satt, að það hafi
verið fræg kvenstjarna.
FYRIR NOKKRUM árum kom
það atriði fyrir í kvikmynd, að
Clark Gable þurfti að fara úr
skyrtunni, kom þá í ljós að hann
var aðeins í einni skyrtu, en var
ekki í nærskyrtu. Þetta hafði þau
áhrif að ungir menn víðsvegar
um heim tóku upp hinn sama sið
og nærskyrtuframleiðslan t. d. í
Bandaríkjunum beið við það stór-
kostlegan hnekki — og þúsund-
um starfsfólks varð að segja upp
störfum og varð það atvinnulaust.
Þetta var fyrir stríðið. Nýlega
kemur fyrir líkt atriði í Clark
Gable mynd, leikarinn fer úr
skyrtu. En er nú í nærskyrtu.
Annaðhvort er nú Clark orðinn
kulvísari eða hann vill koma í veg
fyrir að sama sagan endurtaki sig
nú og um árið.
ic
KVIKMYND ASTJ ÖRNURN-
AR hafa eins og aðrir dauðlegir
meim misjafnar samkvæmisvenj-
ur. Frægt er það t. d. um Rosa-
lind Russell að hún lætur aldrei
sjá sig oftar en einu sinni í sama
rrjöRNUE 21