Goðasteinn - 01.09.2022, Side 31
29
Goðasteinn 2022
ströndu konur þrjár, og spunnu lín. Þar voru hjá þeim álftarhamir þeirra. Það
voru valkyrjur. Þar voru tvær dætur Hlöðvés konungs, Hlaðguður svanhvít
og Hervör alvitur, in þriðja var Ölrún Kjársdóttir af Vallandi. ... 11
Á það hefur verið bent að hinn dagfarsprúði Hálfdan Sæmundarson á Keldum
– fyrirmynd Njáls að margra áliti – hljóti að hafa haft dálæti á Eddukvæðum
úr því að hann tók upp á því að nefna dóttur sína Svanhildi (eftir samnefndri
dóttur Sigurðar Fáfnisbana) – og það löngu áður en Wagner tók sér fyrir hendur
að skrifa Wieland der Schmied.12 Þó er ekki örgrannt um að skörungurinn kona
hans, Steinvör Sighvatsdóttir, sem fædd var í Hjarðarholti í Dölum – fyrirmynd
Bergþóru – muni hafa haft sínar skoðanir á nafngiftinni og kveðskapnum; hún er
nefnd í Skáldatali Uppsala-Eddu, eina konan sem þar er talin með hirðskáldum.
En það var Hallvarðs saga Vébjörnssonar. Af meintum höfundum Njálu væri
það einna helst Árni biskup Þorláksson sem væri fyrirfram líklegur til þess að
hafa samið helgisögu af þessum nú lítt þekkta norska dýrlingi.13 Á hinn bóg-
inn var engin kirkja helguð Hallvarði hér á landi svo vitað sé.14 Hins vegar var
helgi hans mikil við Óslóarfjörðinn. Kannski höfundurinn hafi verið á ferða-
lagi á slóðum Hallvarðs og verið beðinn um að semja söguna? Það leysir þó
ekki vandann. Að vísu var Árni biskup á ferð með Noregskonungi á Vestfold í
Vík austur í september 1289, en í júní 1286 var annar meintur höfundur Njálu,
Þorvarður Þórarinsson, með konungi á sömu slóðum. 15 Ofan á þetta bætist
að margir telja að höfundur Njálu hafi verið alls ókunnugur í Noregi, eða að
minnsta kosti í Víkinni, og enginn vinur Noregskonungs. Ekki verður því annað
séð en að fræðimenn hafi enn um sinn nokkuð að iðja.
1 Árna saga biskups, í Biskupa sögur III, útg. Guðrún Ása Grímsdóttir, Íslenzk fornrit 17
(Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1998), bls. 396; sbr. Barði Guðmundsson, Höfundur
Njálu. Safn ritgerða (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1958), bls. 289–299; sbr. Bjarni
Einarsson, „Höfundur Njálu, safn ritgerða eftir Barða Guðmundsson,“ Tímarit Máls og menn-
ingar 20, 1 (1959), bls. 86–90. – Yfirlit yfir kenningar um höfund Njálu má lesa í bókinni Leitin
að Njáluhöfundi eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún (Hellu á Rangárvöllum: Bókhlaða
Gunnars Guðmundssonar, 2019) sem fer í saumana á fyrri kenningum og bætir nokkru við það
sem áður hefur komið fram.
2 Åslaug Ommundsen, „Sanctus Hallvardus,“ á vefnum Medieval Nordic Literature in Lat-
in: A Website of Authors and Anonymous Works c. 1100–1530, ritstj. Stephan Borgehammar,
Karsten Friis-Jensen, Lars Boje Mortensen og Åslaug Ommundsen, https://wikihost.uib.no/
medieval/index.php/Sanctus_Hallvardus