Goðasteinn - 01.09.2022, Qupperneq 216
214
Goðasteinn 2022
um haldgott veganesti út í lífið, en skólagöngu naut Sigurbjartur ekki umfram
nokkurra mánaða skyldunám við barnaskólann í Þykkvabæ.
Snemma fór Sigurbjartur til vinnu utan heimilis yfir vetrarmánuðina, en
lengi var hann heima að sumrinu og tók þátt í heyskap og öðrum sumarstörfum
í Tobbakoti, og fram eftir árum varði hann sumarfríinu þar fyrir austan. Hann
fór ungur í Bretavinnu á Selfossi, síðan á vertíð til Vestmannaeyja og loks til
Reykjavíkur. Þar vann hann við beitningar og fleira, en honum lagðist ævinlega
til vinna þótt stundum væri hart í ári. Gat hann sér alls staðar gott orð í vinnu
fyrir reglusemi sína, vandvirkni og samviskusemi. Fyrsta fasta vinnan sem
Sigurbjartur réði sig í var hjá Hraðsteypunni, sem Stálhúsgögn starfræktu á
Skúlagötunni. Síðar vann hann í raftækjaverslun Júlíusar Björnssonar í Austur-
stræti, en frá 1962 vann hann hjá Hitaveitu Reykjavíkur og lauk þar starfsævi
sinni sjötugur að aldri eftir 32ja ára farsæla þjónustu. Vann hann þar lengi við
eftirlitsstörf við að hleypa vatnsþrýstingi á lagnir, en síðast á skrifstofu fyr-
irtækisins. Meðfram starfi sínu þar smíðaði hann mælagrindur fyrir Hitaveit-
una og þeirri iðju hélt hann áfram eftir að lauk þar störfum í nær aldarfjórðung,
uns hann lét gott heita árið 2018 og var þá orðinn 94ra ára gamall.
Sigurbjartur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Bjarnheiði
Jónsdóttur, 7. október 1950. Hún er dóttir hjónanna Jóns Jónssonar, sem fæddur
var á Hunkubökkum á Síðu og alinn upp í Nýjabæ þar í sveit, og Helgu Ill-
ugadóttur úr Ólafsvík. Jón og Helga skildu, en seinni kona hans var Ásbjörg
Gestsdóttir. Sigurbjartur og Guðbjörg stofnuðu heimili í Þóroddsstaðahverfinu
í Hlíðunum í Reykjavík þar sem Sigurbjartur hafði keypt bragga af bandaríska
hernum og gert hann að prýðilegu íbúðarhúsnæði, og þar bjuggu þau meðan
þau reistu sér nýtt hús í Langagerði 34. Þangað fluttu þau 1953, voru meðal
frumbyggja þar í hverfinu, og áttu þar heima í 67 ár. Þangað fylgdu þeim Jón,
faðir Guðbjargar, og Ásbjörg, kona hans, ásamt börnum sínum, þeim Gunnari,
sem er látinn, Grétu og Kolbrúnu. Þar áttu þau hjón heima meðan þau lifðu, en
Jón lést 1966 og Ásbjörg 1980.
Dætur Sigurbjarts og Guðbjargar eru tvær. Jóna Sigfríð er fædd 1951. Eig-
inmaður hennar er Gunnar Þórir Þorkelsson. Dætur þeirra eru Guðbjörg Lísa,
gift Kristni Rúnari Victorssyni, og Eygló Ida, gift Antoni Erni Karlssyni. Börn
þeirra eru Ísak Aron, Agnes Harpa og Jakob Hrafn. Heiða Björg er gift Hans
Gíslasyni. Dóttir þeirra er Hugrún Lena, gift Hilmari Einarssyni, og sonur
þeirra er Tómas Nói. Hans á þrjá syni af fyrra hjónabandi; Baldvin, Björgvin
og Davíð.
Sigurbjartur var traustur og áreiðanlegur fjölskyldufaðir sem unni fólkinu
sínu heitt, án þess að hann hefði um það mörg orð, enda var hann hvorki útbær