Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 189
187
Goðasteinn 2022
ur. Systkinin fóru hvert í sína áttina, en þegar leið á ævina höfðu þau sjálf frum-
kvæði að því að kynnast og umgangast, sem var föður þeirra mikið gleðiefni.
Kolla stundaði hefðbundið barnaskólanám í Hraungerðishreppi og lærði öll
venjuleg verk stúlkna til sveita á þessum árum heima hjá sér á Læk, en var af
og til í vinnu annars staðar eins og algengt var. Veturinn 1952–53 stundaði hún
nám í Húsmæðraskólanum að Laugarvatni og eftir það vann hún m.a. á Ljósa-
fossi og síðar á bænum í Butru í Fljótshlíð, þar sem hún kynntist eiginmanni
sínum, Leifi Einarssyni frá Nýjabæ undir Vestur-Eyjafjöllum.
Þau gengu þau í hjónaband árið 1956 og hófu búskap í Nýjabæ með foreldr-
um Leifs, Einari Einarssyni og Katrínu Vigfúsdóttur. Leifur andaðist á Hvols-
velli 3. október 2014.
Saman varð þeim sex barna auðið sem öll lifa móður sína.
Elst er Katrín, búsett á Akranesi ásamt manni sínum, Jóni Pálma Pálssyni,
og eiga þau fjögur börn. Þá kemur Valdís, búsett í Hafnarfirði ásamt manni sín-
um Oddi Helga Jónssyni. Þau eiga þrjú börn. Næstur er Grétar Steinn, búsettur
í New York ásamt konu sinni Guðfinnu Guðmundsdóttur. Þau eiga saman þrjú
börn en fyrir átti Grétar einn son. Þá kemur Kristín Erna sem býr á Hvolsvelli
ásamt manni sínum, Baldri Ólafssyni, og eiga þau þrjú börn. Því næst Sigrún
Björk, búsett á Hellu ásamt manni sínum Óskari Kristinssyni. Þau eiga þrjú
börn á lífi, en tvíburastúlkurnar Rebekku og Rut misstu þau í fæðingu. Fyrir
átti Sigrún einn son. Yngst er svo Sigurlaug Hanna, sem bjó í Nýjabæ en býr nú
á Hrafnagili í Eyjafirði. Hennar maður var Ólafur Björnsson og eiga þau þrjú
börn. Þau skildu. Núverandi sambýlismaður hennar er Guðmundur Örn Ólafs-
son og eiga þau eitt barn.
Afkomendur Kollu eru nú 61 talsins.
Þegar Kolla kom að Nýjabæ hafði tæknin ekki hafið innreið sína undir Eyja-
fjöllin nema að litlu leyti og líklega minna en í Flóanum. Erfitt var að finna gott
neysluvatn í Nýjabæ og snúningarnir miklir með þvottinn, þó skepnurnar hafi
þrifist ágætlega á mýrarrauðu vatninu.
En þetta átti eftir að breytast. Hún og Leifur hófust handa við uppbyggingu
jarðar og tækja og saman gerðu þau Nýjabæ að einu glæsilegasta býli á þessum
slóðum.
Kolla var frá upphafi félagslynd og tók þátt í störfum kvenfélagsins Eyglóar
undir Vestur-Fjöllunum, var félagi í kirkjukór Ásólfsskálakirkju um árabil, auk
þess sem hún söng um tíma með kvennakór.
Kolla og Leifur skildu árið 1996 og hún flutti á Hvolsvöll.
Á Hvolsvelli, þar sem hún átti heimili í nokkur ár, starfaði hún um tíma hjá
fyrirtækinu Prjónaver, en þegar tækifæri bauðst og henni fannst tími til kom-