Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 166
164
Goðasteinn 2022
Erla Ólafsdóttir Stolzenwald,
Hellu
f. 26.6. 1932 – d. 16.3. 2021
Erla Ólafsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. maí
1932. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Karel Ingv-
arsson verslunarmaður frá Minna-Hofi á Rangárvöllum,
og Steinunn Guðmundsdóttir húsfreyja frá Norðfirði, og var Erla einkabarn
þeirra. Fluttust þau með hana strax á fyrsta ári austur á Norðfjörð, og þar ólst
hún upp fram til tólf ára aldurs. Þá fluttist fjölskyldan að Hellu, og þar átti Erla
heima æ síðan að heita mátti. Hún lauk skyldunámi í Barnaskólanum á Strönd,
og fór svo að vinna fyrir sér.
Ung kynntist Erla mannsefni sínu og lífsförunaut, Rúdólf Þórarni Stolzen-
wald, sem fæddur var í Vestmannaeyjum eins og hún, sonur hjónanna Helmuts
Gustavs Rudolfs Stolzenwald, klæðskera frá Berlín í Þýskalandi, og Ragnhild-
ar Þórarinsdóttur, húsfreyju, frá Lundi í Vestmannaeyjum. Þau höfðu flust að
Hellu um líkt leyti og Erla og foreldrar hennar. Voru þau Erla og Rúdí, sem
kallaður var, þá einu unglingarnir á Hellu, svo ekki fór hjá því að þau tækju
hvort eftir öðru, og felldu snemma hugi saman. Eftir að foreldrar Erlu fluttu
að Selfossi fluttist Erla ekki með þeim að öllu leyti, því ástin hafði gripið hana
slíku traustataki að hún varð eftir hjá mannsefni sínu og tengdaforeldrunum
tilvonandi á Hellu, í litla húsinu við ána. Erla og Rúdólf gengu í hjónaband í
Oddakirkju á 21 árs afmælisdegi Erlu, þann 26. maí 1951. Sitt fyrsta heimili
stofnuðu þau Erla og Rúdólf í Bræðraborg á Hellu, áttu heima skamman tíma
niðri í Þykkvabæ, og reistu sér síðar hús að Leikskálum 2 á Hellu. Þau áttu sam-
an góða ævi, ferðuðust mikið saman, ekki síst inn til landsins og upp á hálend-
Bóel lést á Vífilsstaðaspítala 8. júlí 2021, 95 ára að aldri. Hún var jarðsungin
frá Áskirkju í Reykjavík 29. júlí 2021 og duftker hennar jarðsett í Fossvogs-
kirkjugarði.
Sigurður Jónsson
prestur í Laugardalsprestakalli, Reykjavík