Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 172
170
Goðasteinn 2022
Guðmundur Guðmundsson
f. 11.7. 1939 – d. 25.5. 2021.
Útför frá Stórólfshvolskirkju 4. júní 2021.
Guðmundur Guðmundsson fæddist á kirkjustaðnum
Garði í Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu þann 11. júlí
1939, þar sem foreldrar hans bjuggu til skemmri tíma.
Hann lést á Landspítalanum eftir þónokkur veikindi 25. maí s.l. Foreldrar hans
voru hjónin Guðmundur Sigfússon f. 1913 – d. 1996 og Þorbjörg Pálsdóttir f.
1915 – d. 2002, en þau bjuggu til 13 ára í Fljótsdal í Fljótshlíð, en fluttu þaðan
til Þorlákshafnar. Áður en þau fluttu í Fljótsdal árið 1946 voru þau um tíma í
Reykjavík og Saltvík á Kjalarnesi. Þaðan fluttu þau að Brúsastöðum í Þing-
vallasveit þar sem þau stóðu fyrir búi fyrir Jón Guðmundsson veitingamann í
Valhöll. Þaðan átti Guðmundur sínar fyrstu bernskuminningar. Í Fljótsdal tók
hann út þroska sinn í fjölmennum og glaðværum systkinahópi sem voru átta
talsins auk bróður sem lést óskírður í frumbernsku, en þau sem komust á legg
eru Jónína Björg, látin, Guðmundur sem við kveðjum í dag, Garðar, Sveinveig,
Árni Þór, látinn, Þórdís Gróa, Svanhildur og Heimir.
Guðmundur ólst upp við hefðbundin landbúnaðarstörf þess tíma heima í
Fljótsdal. Hann naut ekki langrar skólagöngu, einungis barnaskólanáms í
Fljóts hlíðarskóla og að hluta á Strönd á Rangárvöllum. Hann var fermdur í
Hlíðarendakirkju 23. maí 1953. Eftir það fór hann að stunda vinnu hér og þar.
Einn vetur sá hann um bústofninn heima í Fljótsdal meðan faðir hans var sjó-
maður í Vestmannaeyjum. Seinna fór hann einnig þangað á vertíð, hann vann
við smíðar einn vetur á Selfossi, vann á bílaverkstæði í Hvolsvelli, stjórnaði
jarðýtu á heimaslóðum tvö sumur og efalaust ýmislegt fleira. Hann fór svo
að vinna í Reykjavík árið 1959. Þar gerðist hann fljótlega bílstjóri, tók meira-
próf og stundaði akstur vörubíla og leigubíla þar til hann kom aftur í sveitina
þegar hann gerðist starfsmaður við Tilraunastöðina á Sámsstöðum. Hann ók
til nokkurra ára langferðabílum víðs vegar um landið fyrir Óskar í Austur-
leið. Hann vann til margra ára hjá vini sínum Dofra Eysteinssyni í Suðurverki,
m.a. við uppbyggingu álversins í Reyðarfirði og síðasta starf sitt innti hann af
hendi hjá Dofra við að keyra mat til starfsmanna Suðurverks meðan á upp-
byggingu Landeyjarhafnar stóð. Margir minnast glaðværðar og þjónustulundar
Guðmundar frá því að hann vann við bensínafgreiðslu á Essó og síðar N1, en
þangað þótti mörgum gott að koma, staldra við og gleðjast yfir spjalli og jafnvel