Goðasteinn - 01.09.2022, Page 170
168
Goðasteinn 2022
Gísli Garðar Óskarsson
f. 3.5. 1942 – d. 1.7. 2021
Útför frá Þykkvabæjarkirkju 17.7. 2021
Gísli Garðar var fæddur í Reykjavík hinn 3. maí árið
1942 og var hann annað barn foreldra sinna, Lovísu
Önnu Árnadóttur, sem var fædd á Neðri-Seli í Lands-
sveit en ættuð frá Bala, og Óskar Gíslasonar frá Syðri-Nýjabæ. Hjónin fluttu
úr Reykjavík í Húnakot vorið 1943 með strákana sína tvo sem komnir voru í
heiminn, en elsti bróðir Garðars er Árni og næst á eftir Garðari er Katrín og
yngst af systkinunum er Margrét Auður.
Garðar ólst upp í Þykkvabænum við leik og störf og gekk hinn hefðbundna
menntaveg og lærði bifvélavirkjun og varð meistari í þeirri iðn. Einnig var hann
til sjós um tíma.
Það var á Hvolsvelli sem örlögin gripu í taumana en þar var Garðar að vinna
við bifvélavirkjun og fékk að borða í hádeginu í Hvolnum, eins og algengt var.
Þar var ung Reykjavíkurmær að vinna við matseld og annað tilfallandi, og til að
gera langa sögu stutta þá felldu þau hugi saman, sveitastrákurinn Gísli Garðar
og Reykjavíkurmærin hún Sigrún Ósk, eða hún Sirrý. Foreldrar hennar voru
hjónin Sigrún Stefánsdóttir frá Fossi í Grímsnesi og Bjarni Óskar Guðjónsson
úr Reykjavík.
Sirrý og Garðar gengu í hjónaband hinn 28. október árið 1967 og um leið var
elsti sonur þeirra, hann Óskar, borinn til skírnar. Nokkrum árum seinna bættist
María Anna í hópinn og yngstur er Ægir Garðar. Barnabörnin eru 10 talsins og
eitt barnabarnabarn sem bættist í hóp afkomenda þeirra í júní síðastliðinn svo
Garðar lifði það að verða langafi.
Garðar og Sirrý bjuggu félagsbúi í nokkur ár með foreldrum Garðars í Húna-
koti og voru kartöflubændur og kom Garðar meðal annars að stofnun karftöflu-
verksmiðjunnar í Þykkvabænum. Nokkara kindur voru líka á bænum og svo
reri eða keyrði Garðar líka á hjólabát frá Þykkvabænum. Hann og Hafsteinn í
Sigtúni voru skipstjórarnir og voru auk þeirra 6–8 manns í áhöfninni. Larkinn,
en svo nefndist hjólabáturinn, fékk síðar nýtt hlutverk á Jökulsárlóni.
Þó Garðar hafi verið hæglátur og væri ekki mikið fyrir að láta á sér bera, þá
tók hann virkan þátt í lífinu í Þykkvabænum, var í björgunarsveitinni og seinna
varð hann Lionsfélagi og þó hann væri jafnan heimakær þá ferðaðist hann nú
um landið með Sirrý og krökkunum og stundaði stangveiðar ásamt því að taka