Goðasteinn - 01.09.2022, Side 196
194
Goðasteinn 2022
og að lokum fór svo að hún að flutti alfarið á Lund, þar sem vel var hugsa
um hana og henni leið vel. Og þar lést hún hinn 12. febrúar síðastliðinn, rétt
tæplega 74 ára.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir
Margrét Jóna Ísleifsdóttir,
Hvolsvelli
f. 8.10. 1924 – d. 30.3. 2021
Margrét Jóna Ísleifsdóttir fæddist í Miðkoti í Fljótshlíð
8. október 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg
Kristjánsdóttir, húsfreyja, sem fædd var á Voðmúlastöð-
um í Austur-Landeyjum, og Ísleifur Sveinsson, trésmíðameistari og bóndi, sem
bjuggu í Miðkoti 1923–1942, er þau tóku niður bæ sinn og fluttust í Hvolsvöll,
skipuðu sér í sveit frumbyggja þar í þorpinu og reistu hér hús úr viðum hins, sem
er Ömmubær á Hvolsvegi 16. Margrét var þriðja í röð sjö systkina. Eldri voru
sammæðra hálfsystir, Kristbjörg Lilja Árnadóttir og einkabróðirinn Sveinn, og
yngri voru systurnar Bóel, Kristín, Ísbjörg og Guðrún. Bóel féll frá rúmum
þremur mánuðum á eftir Margréti, og er hennar minnst hér í ritinu, en eftir lifa
systurnar Ísbjörg og Guðrún. Í Miðkoti áttu einnig heima amma Margrétar og
nafna, Margrét Guðnadóttir, og Kristín Kristmundsdóttir, en þær höfðu fylgst
að frá því þær voru ungar stúlkur. Margrét amma var trúuð kona og bænrækin,
og hafði sterk áhrif á börnin á bænum. Hún lifði fram á níræðisaldur og lést
milli jóla og nýárs 1956. Ingibjörg, móðir Margrétar, féll frá á 79. aldursári í
október 1970, en Ísleifur, faðir hennar, dó áttræður að aldri í apríl 1981.
Margrét lauk skyldunámi í Barnaskóla Fljótshlíðar og sýndi þar af sér ótví-
ræða námshæfileika. Henni gafst því færi á að fara til frekara náms í Flens-
borgarskólanum í Hafnarfirði, þar sem hún var tvo vetur er voru henni afar
kærir í minningunni. Ekki gafst Margréti kostur á frekara skólanámi, þótt vel
hefði hún sómt sér á langskólabekk, svo greind og athugul sem hún var. Eftir