Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 107
105
Goðasteinn 2022
Fjáröflun og fjárhagsáætlun:
Sótt var um fé til framkvæmda meðal annars í Uppbyggingarsjóð Suðurlands,
Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og til Héraðsnefndar Rangæinga. Styrkur
að upphæð 3 milljónir króna fékkst frá Héraðsnefndinni auk áðurgreinds 7,5
milljóna króna styrks úr RÍM-sjóðnum.
Þórður í skógum 100 ára
Heiðursfélagi í Oddafélaginu, Þórður Tómasson í Skógum, varð 100 ára þann
28. apríl 2021 og heimsóttu fulltrúar Oddafélagsins hann á afmælishátíð honum
til heiðurs, fluttu honum ávarp og færðu honum skrautritað skjal með þökk-
um frá félaginu fyrir söfnun, varðveislu og miðlun menningararfsins. Loks var
Þórður sæmdur fyrsta gullmerki Oddafélagsins. Oddafélagið bað Bjarna Harð-
arson útgefanda Þórðar að skrifa grein um ævi hans og störf og greinin birtist í
Morgunblaðinu á afmælisdegi. Þórður lést fimmtudaginn 27. janúar 2022.
Oddastefna og Haustráðstefna
Vegna Covid-takmarkana var Oddastefna haldin á Zoom þann 22. maí 2021 og
var alfarið helguð Oddarannsókninni. Þar kynntu tveir nemar meistaraverk-
efni sín en það voru Ragnhildur Anna Kjartansdóttir sagnfræðinemi og Miguel
Andrade nemi í miðaldafræðum. Verkefni Ragnhildar heitir: Rekstur staðarins
í Odda og búskapur, en verkefni Miguels heitir: Sæmundur fróði og ritverk
hans. Kristborg Þórsdóttir kynnti fornleifarannsóknir í Odda og Egill Erlends-
son sagði frá rannsóknum á umhverfi og mannvist. Helgi Þorláksson flutti er-
indi um hvar Sæmundur fróði gæti hafa verið við nám, Margaret Jean Cor-
mack sagði frá heilögum Nikulási og Odda og Viðar Pálsson fjallaði um stað
og lærdóma í Odda á miðöldum. Oddastefnan var tekin upp og er aðgengileg á
Facebook-síðu félagsins.
Haustráðstefna Oddafélagsins 2021 var haldin í Gunnarsholti 15. október.
Helgi Þorláksson kynnti framvindu Oddarannsóknarinnar, Ragnhildur Anna
Kjartansdóttir og Miguel Andrade kynntu sagnfræði- og bókmenntarannsókn
sína, Kristborg Þórsdóttir og Egill Erlendsson kynntu fornleifarannsókn í Odda
og umhverfis- og mannvistarrannsókn. Gestafyrirlesarar voru Richard North
frá UCL í London, sem sagði frá mögulegum tengslum Sæmundar fróða við
enskt konungasagnahandrit, Haki Antonsson, einnig frá UCL í London, sem
fjallaði um verk og samtíma Markúsar Skeggjasonar, Sverrir Jakobsson frá Há-
skóla Íslands, sem fjallaði um sunnlenska skólann í sagnaritun og Ásdís Egils-
dóttir frá Háskóla Íslands, sem fjallaði um Þorlák Þórhallsson og birtingarmynd
hans í Þorláks sögu helga.