Goðasteinn - 01.09.2022, Qupperneq 233
231
Goðasteinn 2022
Þýðrún Pálsdóttir
frá Stóru-Völlum í Landsveit
f. 19.1. 1931 – d. 6.7. 2021
Þýðrún Pálsdóttir fæddist á Stóru-Völlum í Landsveit 19.
janúar 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Jónsson,
bóndi og listamaður, frá Ægissíðu í Holtum, og Sigríð-
ur Guðjónsdóttir, húsfreyja, frá Stóru-Völlum. Þau hjón
voru bæði annálað dugnaðarfólk og komu upp glæsilegum hópi tólf barna. Þýðr-
ún var áttunda í aldursröð þeirra, sem auk hennar voru þau Jens Ríkharður, Jón,
Sigríður, Þór, Óðinn, Vallaður, Gunnur, Atli, Ragnheiður, Ása og Guðrún. Af
hópnum lifa nú eftir systurnar Gunnur, Ása og Guðrún. Páll, faðir Þýðrúnar,
lést árið 1943, 53ja ára gamall. Sigríður, móðir hennar, bjó áfram búi sínu til
1950, er hún fluttist til Reykjavíkur. Hún lést 87 ára að aldri árið 1988.
Þýðrún, sem einlægt var kölluð Rúna, ólst upp á Stóru-Völlum og vand-
ist þar við almenn bústörf utan dyra og innan. Hún sótti barnaskólanám í far-
skóla heimasveitar sinnar og fór ung í kaupavinnu á næstu bæi. Félagslífið í
Landsveitinni var ekki síst á vegum Ungmennafélagsins Merkihvols, og stund-
um voru haldin böll í Rjómaskálanum í landi Múla. Rúna stundaði nám við
Kvennaskólann á Hverabökkum í Hveragerði veturinn 1949–1950, sem reynd-
ist henni haldgott veganesti. Í Hveragerði sótti hún einnig sundnámskeið í sund-
lauginni í Laugaskarði, sem hún lauk með hæstu einkunn.
Rúna fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og átti þar heima síðan, þótt allt-
af væri römm taugin til föðurtúnanna í Landsveitinni. Vann hún ýmis störf, en
lengst sem forstöðukona gæsluvallar Reykjavíkurborgar í Barðavogi, Rúnuróló,
sem svo var nefndur í daglegu tali í höfuðið á henni. Við starfslok sín hjá borg-
inni í desember 2000 hlaut Rúna sérstakar þakkir Leikskóla borgarinnar fyrir
farsæl störf sem unnin voru í þágu reykvískra barna.
Jafnframt því starfi var Rúna húsfreyja á stóru heimili, en fjölskyldu stofn-
aði hún skömmu eftir að hún flutti suður. Eftirlifandi eiginmaður Rúnu er
Sigurður Vilhjálmur Gunnarsson frá Norðfirði, vélfræðingur og fyrrverandi
atvinnurekandi og framkvæmdastjóri. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar
Bjarnason, vélstjóri, og Hermannía Sigurðardóttir, húsfreyja. Rúna og Sigurð-
ur gengu í hjónaband á aðfangadag jóla árið 1954, stofnuðu heimili í Eskihlíð
12B, en lengst áttu þau heima í Sæviðarsundi 9. Synir þeirra eru fjórir. Elst-
ur er Sigurvin Rúnar, fæddur 1952, véltæknifræðingur og forstöðumaður hjá