Goðasteinn - 01.09.2022, Side 167
165
Goðasteinn 2022
ið, þar sem þau vörðu mörgum stundum, og gerðu líka víðreist í útlöndum. Fóru
þau annálaða heillaför með Gullfossi sumarið 1967 suður til Miðjarðarhafsins,
og áttu góðar minningar um það ferðalag, sem og margar reisur aðrar.
Börn Erlu og Rúdólfs eru þrjú. Elst er Sólveig, fædd 1952. Hún er gift Hirti
Guðjónssyni frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Dætur þeirra eru Elín og Ragnhild-
ur Erla. Elín býr með Viðari Rúnari Guðnasyni, en dætur hennar og Sverris
Bergmanns eru Írena Sólveig og Rebekka Rut. Börn Viðars eru Sunna Líf,
Arna Sif og Rúnar Darri. Ragnhildur Erla er gift Svani Sævari Lárussyni, og
dóttir þeirra er Margrét Rós. Í miðið er Gústav Þór, fæddur 1955. Eiginkona
hans er Sigurlinn Sváfnisdóttir frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. Dóttir Gústavs
og Kristínar Vignisdóttur er Ester Rós, og börn hans og Sigríðar Hafstað eru
Sigurður og Steinunn. Maður Esterar Rósar er Sigurður Anton Ólafsson. Áður
átti Ester Rós tvo syni, Valdimar og Bjarka Sæmundssyni, og saman eiga þau
Sigurður Anton tvo syni, Ólaf Gústav og Benedikt Kára. Sigurður, sonur Gúst-
avs, býr með Lilju Sigríði Jónsdóttur, og Steinunn, dóttir hans, býr með Óskari
M. Blomsterberg. Ólafur Egill er yngstur barna Erlu og Rúdólfs, fæddur 1961.
Hann bjó með Huldu Garðarsdóttur, en þau skildu. Dóttir hennar og fóstur-
dóttir Ólafs er Valdís Eva. Maður Valdísar Evu er Daði Hafsteinsson, og börn
þeirra eru Alexandra Eva, Benedikt og Stefán Kári. Sonur Ólafs og Huldu er
Egill Elvar. Rúdólf, eiginmaður Erlu, lést 1. maí 1987 á 59. aldursári.
Erla var umhyggjusöm móðir sem veitti börnum sínum mikla ástúð af um-
vefjandi örlæti sínu og fram á gamals aldur fylgdist hún vel með velferð og
hamingju hvers og eins. Hún annaðist um heimili sitt af reisn og rausn, þar sem
naut sín vel fegurðarskyn hennar, listfengi og næmi á fallega og smekklega
hluti. Liggja eftir hana fagrar vatnslitamyndir, og hún málaði líka og skreytti
með helgimyndum viðarkrossa sem hún lét saga út fyrir sig og gaf börnunum
og barnabörnunum og fleiri börnum. Þarna birtist að sínu leyti einn af trúarlegu
þáttunum í lífi Erlu, því þessir litlu gripir vöktu hughrif verndar og nærveru
Guðs og engla hans, sem henni var hvorki fjarlæg tilhugsun né framandi veru-
leiki. Í svefnherbergi sínu hafði hún uppi á vegg safn krossa frá öllum stöðum
sem hún hafði komið til á ferðalögum sínum hér og hvar um heiminn, og á þeim
hafði hún miklar mætur.
Erla vann lengi við matseld. Hún var matselja í Grillskálunum á Hellu, síðar
í mötuneyti Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli og enn seinna í eldhúsinu á
Lundi á Hellu. Matargerð var henni ástríða, enda varð einfaldur og hversdags-
legur matur einlægt að veislu í meðförum Erlu, og í góðu samræmi við þá reisn
og glæsileika sem einkenndi hana í sjón og raun, ytra sem innra, bæði í verkum
hennar, fasi og klæðaburði, sem alltaf var óaðfinnanlegur. Börnin hennar voru