Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 210
208
Goðasteinn 2022
Sigríður, eða Sigga á Fit, eins og hún var venjulega kölluð, var bústólpi,
hvernig sem á málið er litið. Hún gekk til þeirra verka sem þurfti, svo sem
mjalta kvölds og morgna, en hennar vettvangur var fyrst og fremst fólgin í
rekstri búsins, matargerð af öllum toga ásamt umönnun sona sinna og eigin-
manns, að ógleymdri rúmliggjandi móður. Síðar bættust við barnabörnin sem
sóttu mjög í hennar félagsskap.
Matur var Siggu hugleikinn og þá sérstaklega sæmilega feitt, saltað hrossa-
kjöt. Hver einasta arða af skepnunum var nýtt til matar, engu hent, tæpast
beinum. Fyrr á tímum þegar flestir voru til heimilis á Fit var mikið gert til að
birgja búið upp af mat. Saltað í eikartunnur hrossakjöt og kindakjöt, lamba- og
sauðakjöt reykt, búin til bjúgu sem síðan voru reykt, búið til slátur, lifrarpylsa
og blóðmör, sem síðan var sett í súr og undir vor var fiskur flattur og saltaður
í stæðu í bragganum og þar voru sviðnir hausar og lappir á haustin og ekki má
gleyma flatkökunum sem voru bakaðar þar, allt brauð var bakað á Fit. Sagt er
í dag að matur til sveita hafi verið óhollur en Sigga á Fit var orðin níræð þeg-
ar hún dó og enn er Baldur sprellfjörugur og sækir heldur í sig veðrið. Síðar
leysti frystikistan tunnu og pækil af hólmi og ísskápurinn leysti bæjarlækinn
af hólmi; allar eldri gerðir matarverkunar og geymslu breyttust á tiltölulega
skömmum tíma; Nú var allt hægt að geyma fryst og ferskt.
En lífið hennar Siggu á Fit var ekki bara matur, matseld og daglegur rekstur.
Hún hafði öll sín skilningarvit galopin fyrir því hvort menn stóðu sínar vaktir
og stunduðu þau verk sem þeim var ætlað. Henni var t.a.m. mikið í mun að
vera ekki seinni með hirðingar en bændur á öðrum bæjum og hélt sínu fólki
miskunnarlaust að verki.
En lífið hennar Siggu á Fit var ekki bara búrekstur og eftirfylgd. Hún brá
sér af og til af bæ, stundum til Reykjavíkur til að hitta Ólafíu systur sína í
Langagerðinu.
En lífið hennar Siggu á Fit var einfalt, hreint, beint og hnitmiðað, altént þeg-
ar kom að stjórnmálaflokkum þessa lands. Það var bara einn flokkur til í hennar
hugskoti og það var flokkurinn sem hún taldi að ætti að vera hinn eini og rétti
ríkisflokkur. Flóknara var það ekki.
En lífið hennar Siggu á Fit var ekki aðeins bundið við það sem áður hefur
verið sagt, því það sem einkenndi hana var ótæpileg glaðværð, hlátur og sterkir
straumar lífs og tilveru.
Lífið hennar Siggu á Fit einkenndist af ást, gæsku og umhyggju til allra þeirra
sem hún elskaði. Gleðin hennar og hláturinn, það var aldrei nein lognmolla í
kringum hana. Og þeir sem einu sinni hittu hana gleymdu ekki hver Sigga á Fit
var, ekki aðeins vegna athugasemda hennar og orðavals, heldur fyrir gleðina og