Goðasteinn - 01.09.2022, Qupperneq 211
209
Goðasteinn 2022
hláturinn, lífið, sem sveif yfir þegar hún var annars vegar, – og jú, einmitt vegna
hreinskiptni hennar og athugasemda. Alltaf hrein og bein og samkvæm sjálfri
sér, hver sem í hlut átti.
Síðustu misserin var Sigríður á Kirkjuhvoli og naut þar góðs atlætis og um-
önnunar, sem þakkað skal hér og nú, en yfirleitt fór hún heim á Fit um helgar
meðan því var viðkomið.
Sr. Önundur S. Björnsson
Sigríður Vilmundardóttir
frá Hjarðarbrekku
f. 2.12. 1924 – d. 8.4. 2021
Sigríður Vilmundardóttir fæddist á Löndum í Stað-
arhverfi í Grindavík 2. nóvember 1924. Foreldrar henn-
ar, sem þar voru útvegsbændur, voru hjónin Vilmundur
Árnason frá Sperðli í Vestur-Landeyjum og Guðrún Jónsdóttir frá Stærri-Bæ
í Grímsnesi, svo Sigríður var Rangæingur í föðurætt. Hún var sjöunda í röð
13 barna þeirra og kveður síðust þeirra. Hin voru, í aldursröð talin, Guðvarð-
ur, Árni, Anna, Magnús, Borghildur, Guðni, Gísli, Erlendur, Eyjólfur, Eðvarð,
Kristinn Jón og Hjálmar. Öll komust þau til fullorðinsára nema næstyngsti
bróðirinn, Kristinn Jón, sem dó á fjórða aldursári á aðfangadag 1938, þegar
Sigríður var 14 ára. Guðrún, móðir Sigríðar, féll frá í ágúst 1958, 67 ára gömul,
en Vilmundur faðir hennar lést níræður að aldri í janúar 1975.
Sigríður ólst upp á Löndum og gekk í barnaskóla í Járngerðarstaðahverfi
í Grindavík þrjá vetur, en gafst ekki kostur á námi í unglingaskóla. Hún átti
góðar minningar úr uppvexti sínum og ekki skorti félagsskap samheldinna syst-
kinanna á heimilinu, auk þess sem þar voru einnig til heimilis fósturforeldrar
móður hennar. Alltaf var nóg að bíta og brenna á Löndum, því tvær kýr voru í
fjósi og á annað hundrað fjár á fóðrum að vetrinum, auk þess sem Vilmundur
sótti sjóinn af kappi, svo ævinlega var nýmeti að hafa. Sigríður fór að vinna
fyrir sér eftir fermingu, eins og þá var alsiða, og var í vist á nágrannabæ yfir
vertíðarmánuðina.