Goðasteinn - 01.09.2022, Page 43
41
Goðasteinn 2022
Stóru-Vellir árið 1870, nokkrum árum eftir að Ida var þar á ferð.
hennar spurði hvort hún vildi ekki halda áfram að Stóru-Völlum, hestarnir væru
óþreyttir og hún myndi fá þægilegt herbergi á heimili prests. Farangurinn var
tekinn saman í skyndi og að fáum mínútum liðnum var hún komin á hestbak.
Í gleði sinni yfir að fá betri gistingu segist hún hafa riðið yfir ána, óhrædd,
þrátt fyrir að hafa ekki prestinn við hlið sér eins og daginn áður. Hún hefur orð
á því að á leiðinni yfir hraunið frá Selsundi, nálægt ánni, hafi hún séð fimm
hríslur, bognar og kræklóttar, sem teygðu sig upp í fimm eða sjö fet. Hún undr-
ast þetta óvænta lífsmark sem hún sér þarna í auðninni en annars hefur hún
verið mjög upptekin af því hversu lífvana hraunið á svæðinu er. Þetta sýnir
væntanlega hversu fátæklegir skógar Landmanna voru orðnir á þessum tíma.
Eftir góða næturgistingu á Stóru-Völlum, þar sem hún er meira að segja leyst
út með gjöfum, bók frá árinu 1601 og steinasýnum, lýkur frásögn úr Rang-
árþingi, en dagbókin segir næst frá ferð Idu til Reykjavíkur um Ölfus og yfir
Hellisheiði. Hér verður því látið staðar numið í ferðasögunni.
fróðleg ferðasaga
Mikið hefur verið gert úr lýsingum Idu á sóðaskap og lélegum mannkostum
Íslendinga en það er samt ekki aðalatriðið í ferðabók hennar. Ida lýsir háttum
Reykvíkinga, segir frá mataræði og klæðaburði kaupstaðarbúanna. Fötum og
skartgripum kvenna lýsir hún í smáatriðum. Hún gefur einnig hagnýtar upp-
lýsingar fyrir aðra ferðalanga; telur upp þær vörur sem nauðsynlegt sé að hafa
með til landsins og gerir mikið úr því hve erfitt sé að ferðast hér vegna kulda og
bleytu, einkum fyrir konur vegna þess hve pilsin verði þung þegar þau blotna.
Hún sagði Íslendinga heiðarlega og aldrei hafa þurft að óttast um eigur sínar.
Henni fannst merkilegt að næstum allir væru læsir og skrifandi, þó færri konur