Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 190
188
Goðasteinn 2022
Kristinn Haukur Jóhannsson
f. 31.8. 1935 – d. 28.12. 2020
Haukur hét fullu nafni Kristinn Haukur Jóhannsson. Hann
fæddist þann 31. ágúst 1935 í Gíslholti, Holtum. Foreldrar
hans voru hjónin Jóhann Sverrir Kristinsson, ættaður frá
Gíslholti, og Valgerður Daníelsdóttir frá Guttormshaga.
Hann var næst elstur fimm barna þeirra hjóna, eldri en
Haukur var Daníel Rúnar, f. 1934 en hann lést 6 ára að aldri, yngri voru Dag-
rún Helga, f. 1941, Sigrún, f. 1945 og yngstur Garðar, f. 1946.
Foreldrar hans fluttust að Ketilsstöðum þegar Haukur var tveggja ára og þar
ólst hann upp.
Hann naut menntunar og uppfræðslu síns tíma, farskóli sveitarinnar var þá á
Skammbeinsstöðum, síðan lá leiðin í íþróttaskólann í Haukadal og eftir það hóf
hann nám í Iðnskólanum á Selfossi og útskrifaðist þaðan sem bifvélavirki.
Ung felldu þau hugi saman, hann og eiginkona hans og lífsförunautur, Stella
Björk Georgsdóttir, f. 8.maí 1937, en hún lést þann 13. júlí 2016.
Þau eignuðust þrjú börn. 1) Rúnar, f. 1955, kvæntur Bryndísi Hönnu Magn-
úsdóttur, synir þeirra eru Hermann Bjarki og Magnús,
2) Jóhanna Valgerður, f. 1956, gift Páli Magnúsi Stefánssyni. Synir Jóhönnu
og Ólafs Frostasonar eru Haukur Frosti og Hjörtur. Páll á fjóra syni.
inn, festi hún kaup á íbúð í Furugrund 68 í Kópavogi og flutti þangað. Þar átti
hún heimili til dánardægurs, þó hún hafi heilsu sinnar vegna dvalið á Lundi á
Hellu síðustu mánuðina.
Á seinni árum kynntist hún Jóhanni Jóni Hafliðasyni í Reykjavík og urðu
þau góðir vinir.
Kolbrún lést á Lundi á Hellu að morgni laugardagsins 27. nóvember 2021,
þá nýlega 88 ára að aldri. Bálför hennar var gerð frá Selfosskirkju 10. desember
2021 og duftker hennar jarðsett síðar í Laugardælakirkjugarði.
Haraldur M. Kristjánsson fyrrv. sóknarprestur