Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 229
227
Goðasteinn 2022
Þóra Sigríður Tómasdóttir
f. 13.7. 1923 – d. 19.9. 2021
Þóra Sigríður Tómasdóttir fæddist í Vallnatúni undir
Vestur-Eyjafjöllum, 13. júlí 1923, dóttir hjónanna Tóm-
asar Þórðarsonar og Kristínar Magnúsdóttur, sem þar
bjuggu. Hún var sú þriðja í röð fjögurra barna þeirra
hjóna og önnur þeirra sem kveður. Elsti bróðir hennar,
Kristinn, fæddur 11. maí 1920, lést 14. ágúst 2016. Systkinin Þórður og Guðrún,
sem bæði eru búsett í Skógum, lifa systur sína.
Þóra flutti til Reykjavíkur 1937, á unglingsaldri, til að aðstoða blinda frænku
sína sem þar bjó. Í framhaldi af því starfaði hún um tíma á vinnustofu Blindra-
heimilisins. Eftir það var hún í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík og Vest-
mannaeyjum næstu árin. Síðan hóf hún störf á Landspítalanum þar sem hún
starfaði allan sinn starfsaldur upp frá því, nánast allan tímann í býtibúri hjarta-
deildarinnar og var bæði vinsæll og eftirsóttur starfskraftur.
Fyrstu árin á Landspítalanum bjó hún uppi í risi á spítalanum, eins og svo
algengt var á þeim tíma, en síðan um skeið í bröggum á Skólavörðuholtinu og
í íbúð í Hlíðunum á vegum spítalans. Þegar hún hafði tök á keypti hún sér svo
litla íbúð í risi við Vitastíg. Nokkru eftir það festi hún kaup á íbúð á Njálsgötu
þar sem hún átti síðan heimili meðan hún bjó í Reykjavík. Henni var ávallt um-
hugað að fjölskyldan gæti heimsótt hana í eigin íbúð og átt athvarf í borginni,
þegar hún þurfti að bregða sér þangað einhverra hluta vegna. Sannarlega nutu
systkini hennar og fjölskyldan öll einstakrar velvildar Þóru í hvert sinn sem þau
áttu erindi til Reykjavíkur.
Þóra bjó á Njálsgötunni þar til heilsan fór að gefa sig og hún flutti á hjúkr-
unarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli, árið 2018. Um tíma dvaldi hún á hjúkr-
unarheimilinu Hjallatúni í Vík, en hugurinn stóð alltaf heim í Rangárþingið, og
hún flutti aftur á Kirkjuhvol þegar tækifæri gafst.
Þóra var einstaklega traust í vinnu og trú því sem henni var falið. Hún gerði
raunar miklu meira en fólst í starfslýsingunni. Það fékk hann að reyna gamli
bóndinn úr Holtshverfinu, sem komin var á sjúkrahúsið til lækninga. Hann
kvartaði eitt sinn við Þóru að hann fengi ekki skyrhræringinn sinn á morgn-
ana, eins og hann var vanur. Þóra var nú ekki lengi að kippa því í liðinn. Ræddi
við fólkið í eldhúsi spítalans og eftir það fékk sá gamli hræringinn sinn, meðan
hann lá þar. Þá var Þóra þekkt um allan spítalann fyrir einstakt kaffi og hún
mátti stundum hafa sig alla við, því læknar af öðrum deildum sóttu stíft í kaffið