Goðasteinn - 01.09.2022, Side 214
212
Goðasteinn 2022
Sigrún Jónsdóttir
18.1. 1933 – d. 8.11. 2021
Sigrún var fædd 18. janúar 1933, fjórða í röð fimmtán
barna þeirra hjóna á Herríðarhóli, Rósu Runólfsdóttur
frá Snjallsteinshöfðahjáleigu, sem nú heitir Árbakki, og
Jóns Jónssonar frá Hárlaugsstöðum. Á lífi eru Jón Ví-
dalín, Inga, Lóa, Kristín, Ásta, Maja og Ólafur Arnar,
látin eru Guðrún, Knútur, Sigurður, Herborg, Helgi, og litlu stúlkurnar María
og Kristín Herríður sem létust í barnæsku.
Á Herríðarhóli ólst hún upp og var uppeldi hennar mótað af aldarhætti fyrri
tíma, þar sem bændamenning af bestu gerð setti svipmót á dagfar alls heim-
ilisfólks og mótaði framgöngu þess.
Á unglingsárum var hún kaupakona á ýmsum bæjum í sveitinni eins og títt
var á þeim árum. Og síðan hélt hún með Herborgu systur sinn í Húsmæðraskól-
ann á Laugarvatni. Að því loknu fór hún nokkrar vertíðir á síld, bæði til Vest-
mannaeyja og til Seyðisfjarðar.
Hún hélt til Reykjavíkur og hóf að starfa við sníðar og saumaskap sem varð
hennar ævistarf.
Hún vann í mörg ár við að sníða og sauma hin víðfrægu Kóróna-herraföt
sem nánast hver einasti karlmaður á landinu átti á sínum tíma og einnig starfaði
hún um langt skeið í Gráfeldi við sníðar og saum á skinni og mokka.
Hún fluttist síðan á Hellu og keypti sé húsið að Laufskálum 15 þar sem hún
bjó æ síðan og vann á Hvolsvelli, fyrst í Sunnu og síðar í Prjónaveri fram yfir
sjötugt.
Hún var vandvirk og nákvæm og flink í sinni iðn. Það kom strax í ljós á
hennar yngri árum meðan hún var heima og saumaði á systkini sín, kjóla og
buxur fyrir jólin, – þá var alltaf mikil tilhlökkun hjá yngri börnunum að fá nýja
flík.
Hún naut þess að sinna um og rækta garðinn sinn sem varð í hennar umsjá
hinn blómlegasti og hún hafði mikla gleði af. Að trjánum sínum og blómunum
hlúði hún svo allt dafnaði og þroskaðist í kringum hana.
Og hún hafði gaman af að ferðast, fór m.a. í siglingar á yngri árum, a.m.k.
í tvígang. Skipið kom við í mörgum höfnum ýmissa landa og þetta var mikil
upplifun og ævintýri fyrir unga konu. Og hún ferðaðist víðar, m.a. til Þýska-
lands – í Svartaskóg – með Ástu og fjölskyldu hennar.
Dugnaður var henni í blóð borinn, og féll helst ekki verk úr hendi.