Goðasteinn - 01.09.2022, Side 95
93
Goðasteinn 2022
ÞRÚÐUR
(úr SNUÐI)
Þrúður gekk um gólf heima hjá sér og rifjaði upp kynni sín af Guði.
„Ég kynntist Guði fyrst á skólaballi í Njálsbúð,“ sagði Þrúður við lögreglu-
þjónana í stofunni seinna um daginn.
Fyrir ballið sagði móðir Þrúðar, strjúkandi á sér skeggið, komin á þriðja
rauðvínsglas – en þá fyrst losaði móðir Þrúðar hömlurnar samkvæmt skýrsl-
unni sem lögregluþjónarnir skrifuðu um atvikið varðandi manninn í skugg-
anum – að þar hefði Þrúður einmitt verið getin, á balli í Njálsbúð.
„Mömmu fannst einstaklega gaman að stuða mig svona. Fyndið að ganga
fram af mér. Lagði það í vana sinn að segja mér hluti sem ég vildi ekki vita,
ekki fyrir mitt litla líf. Ég var sextán ára og hafði áreiðanlega heyrt um hverja
einustu uppáferð lífs hennar, þekkti á tímabili í æsku minni typpastærðina á
öðrum hverjum bílasala og pípara á Suðurlandi, án þess þó að hafa nokkurn
tíma verið forvitin um slíka statistík. Að segja mér hvar og hvernig ég var getin
hefur áreiðanlega verið hápunktur kvöldsins hennar, tennurnar fjólubláar, hvort
hún hafi ekki bara tárast af hlátri.“
Þetta voru Þrúði erfiðar fréttir, samkvæmt skýrslu lögregluþjónanna, að
byrjun lífs hennar hefði verið á sveitaballi – „á bílastæðinu meira að segja!“ –
og hún fór öll úr skorðum.
„Líkt og að það hefði verið flett ofan af dulareðli tilveru minnar og það
opinberað sem ábótavant, skiljiði?“
„Já, já,“ svöruðu lögregluþjónarnir.
„Og drakk mig fulla í rútunni á leiðinni frá Selfossi til Landeyja – fyllri en
venjulega.“
Það var eina meðalið hennar, skrifuðu lögregluþjónarnir í skýrsluna, að
drekka sig heimska til að losna við myndina úr huganum: „Pabbi að þjösnast
á mömmu í gömlum Nissan,“ bjór eftir volgan bjór til að gleyma, eyða tilveru
sinni í dimmri rútu á þjóðvegi eitt, deyfa tilfinningar, illa klæddir framhalds-
skólanemar hlæjandi og trallandi allt í kring.
Annar lögregluþjónanna, þessi sköllótti, greip inn í frásögn Þrúðar með fyr-
irspurn: „Þú ert alveg viss um að það sé nauðsynlegt að fara svona langt aftur?“
„Og þarna var ég skyndilega,“ hélt hún áfram og lét sem hún heyrði ekki
spurninguna, „eins og fingrum væri smellt, í Njálsbúð, leitandi að einhverju
sem ég fann hvergi.“
Innra með henni kraumaði eitthvað nýtt samkvæmt skýrslu lögregluþjón-
anna, orka sem hún þurfti að losa sig við, dansa, öskra, mögulega ... sofa hjá.