Goðasteinn - 01.09.2022, Síða 231
229
Goðasteinn 2022
Þórdís Ósk Sigurðardóttir
f. 26.5. 1951 – d. 5.8. 2020
Þórdís Ósk Sigurðardóttir var fædd 26. maí 1951, að
Baugstöðum í Stokkseyrarhreppi, dóttir þeirra Bryndís-
ar Dyrving og Sigurðar Pálssonar bónda á Baugstöð-
um. Dísa, eins og Þórdís var jafnan kölluð, bjó fyrstu
æviárin á fæðingarstaðnum en fluttist þriggja ára gömul
með móður sinni að Gíslholti í Holtahreppi. Dísa var önnur í röð átta systkina
og kveður fyrst þeirra. Systkini hennar eru í aldursröð talin: Sigrún Ásta, Páll
Georg, Kristín Helga, Guðrún Valborg, Svanhildur Sjöfn, Sverrir Garðar og
Ómar Smári.
Dísa var frá fyrsta fari brosmild og lífsglöð stúlka og varð er fram liðu
stundir glæsileg ung kona með sítt og mikið dökkt hár, hvers manns hugljúfi
segir móðir hennar, fergurðardís segja systurnar. Þá var hún ljóðelsk og bók-
hneigð, kunni ógrynni kvæða og vísna. Hún var líka listræn og drátthög, teikn-
aði og málaði á sínum yngri árum en síðar á ævinni fékk sköpunargleðin útrás
í prjónum og saumaskap. Þá var hún listunnandi og sótti mikið tónleika og
listsýningar og hún var iðin við að miðla til barnabarnanna. Sem sum hver hafa
erft þennan listræna þráð.
Æskuástinni, Rúnari Gunnarssyni bónda í Svínhaga, kynntist Dísa ung að
árum, hún var sextán, hann nítján þegar hún flutti til hans upp í Svínhaga. Ári
síðar, á sautjánda afmælisdegi hennar, fæddist frumburður þeirra og á næstu
sex árum fæddust þeim fjögur hraust og heilbrigð börn til viðbótar. Tuttugu
og þriggja ára gömul var Dísa orðin fimm barna móðir, bóndi og húsmóðir á
krefjandi heimili. Dísa og Rúnar gengu í hjónaband 25. júní 1970 í baðstof-
unni í Svínhaga. Fyrstu árin þar bjuggu þau í sambýli við foreldra hans, Gunn-
ar Klemenzson og Elínu Björk Haraldsdóttur, en tóku síðar alfarið við búinu.
Gunnar var mikill sómamaður og reyndist fjölskyldu sonar síns haukur í horni
og mat Dísa það mikils.
Fáir eru sem faðir, enginn sem móðir, segir máltækið. Dísa var góð og sterk
móðir, henni fórst vel úr hendi að ala upp og koma til manns fimm börnum við
aðstæður sem oft á tíðum voru krefjandi. Elst barnanna er Björk, maður hennar
er Guðmundur Gíslason. Þá Brynja Ósk, gift Birki Ármannsyni. Gunnar er
í miðið, kvæntur Hjördísi Rut Albertsdóttur. Grettir er næstyngstur, kvæntur
Ólöfu Ásu Guðmundsdóttur. Yngst er Bára, gift Þorvaldi Jónssyni.
Nokkru eftir að leiðir Dísu og Rúnars skildu fór Dísa vestur til Ísafjarðar